Finndu villuna...

Á myndinni sem hér fylgir er verkefni fyrir áhugafólk um íshokkíreglur. Finndu villuna...

Öruggur sigur á SR, en ekki auðveldur

Víkingar sigruðu SR-inga í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld, 4-1. Víkingar eru einu stigi á eftir Birninum eftir 11 leiki.

Víkingar - SR

Í kvöld mætast Víkingar og SR á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst hefst kl. 19.30.

Þrír frá SA með U-20 til Spánar

Skautafélag Akureyrar á þrjá fulltrúa í landsliði Íslands skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri sem tekur þátt í HM, II. deild, b-riðli, á Spáni. Liðið hélt út í morgun, fyrsti leikur á laugardag.

Jötnar sigruðu og fóru upp fyrir Húna

Tveir "gamlir" SA-menn, Jón Benedikt Gíslason og Hafþór Andri Sigrúnarson, eru komnir heim og spiluðu fyrir Jötna í kvöld. Jón skoraði þrennu í 7-5 sigri liðsins á Húnum.

Jötnar og Húnar mætast í kvöld

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. janúar, mætast Jötnar og Húnar á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19.30.

Fámennt lið Jötna tapaði í Laugardalnum

Jötnar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu nokkuð örugglega.

Björninn fékk mark í skóinn

Lið Bjarnarins náði SA að stigum í deildarkeppni kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Björninn skoraði sigurmarkið á lokasekúndu annars leikhluta, einum leikmanni færri.

Jólaskemmtun Jötna: Sextán mörk, framlenging og vító

Jötnar höfðu betur í vítakeppni eftir sextán marka leik og markalausa framlengingu gegn Húnum í gær.

Jötnar-Húnar // SA-Björninn

Laugardaginn 21. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Húnar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og Björninn í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, eða um kl. 19.15.