Fámennt lið Jötna tapaði í Laugardalnum

Jötnar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu nokkuð örugglega.

Björninn fékk mark í skóinn

Lið Bjarnarins náði SA að stigum í deildarkeppni kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Björninn skoraði sigurmarkið á lokasekúndu annars leikhluta, einum leikmanni færri.

Jólaskemmtun Jötna: Sextán mörk, framlenging og vító

Jötnar höfðu betur í vítakeppni eftir sextán marka leik og markalausa framlengingu gegn Húnum í gær.

Jötnar-Húnar // SA-Björninn

Laugardaginn 21. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Húnar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og Björninn í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, eða um kl. 19.15.

Víkingar sigruðu SR

Víkingar sóttu þrjú stig í Laugardalinn í kvöld þegar liðið heimsótti SR. Ben DiMarco skoraði tvö af fjórum mörkum Víkinga.

Öruggur sigur SA á SR

SA átti ekki í vandræðum SR þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. SA sigraði með sjö marka mun. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði fjögur markanna, þar af þrjú í þriðja leikhlutanum.

Siggi og Biggi í sviðsljósinu

Sigurður Freyr Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark þegar Jötnar sigruðu Fálka í gærkvöldi. Birgir bróðir hans fékk bara að spila fyrsta leikhlutann.

Jötnar-Fálkar // SA-SR

Laugardaginn 14. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Fálkar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og SR í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, um eða upp úr kl. 19.

Níu frá SA í æfingahópi U-18

Æfingabúðir U-18 landsliðsins í íshokkí verða í Reykjavík á milli jóla og nýárs. Níu leikmönnum frá SA hefur verið boðið að taka þátt.

Fréttir af 3. og 4. flokki

Yngri flokkarnir í íshokkí hafa æft á fullu og nýlega voru bæði 3. og 4. flokkur í eldlínunni í Íslandsmótinu. Hér eru síðbúnar fréttir af þessum flokkum.