Jötnar lágu gegn Birninum - hokkíveisla um komandi helgi

Jötnar töpuðu gegn Birninum á Íslandsmótinu í íshokkí karla á þriðjudagskvöldið. Framundan er hokkíveisla á Akureyri um helgina.

Tveir Bandaríkjamenn til liðs við SA

Jötnar mæta Birninum í leik kvöldsins á Íslandsmóti karla í íshokkí. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30. Jötnar tefla fram tveimur nýjum leikmönnum í þessum leik, Bandaríkjamönnunum Rett Vossler, sem er markvörður, og Ben DiMarco, sem er sóknarmaður.

Sigur á Fálkum eftir brösótta byrjun

Víkingar lögðu Fálka í leik á Íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardaginn. Þeir lentu tveimur mörkum undir en sigruðu að lokum, 5-2.

Tvöfaldur sigur á Bautamótinu (uppfærð frétt)

Um helgina fór fram bikarmót í 4. flokki í íshokkí - Bautamótið. SA stóð uppi sem sigurvegari bæði í keppni A-liða og B-liða.

Tvö töp í Egilshöllinni

SA-liðin tvö sóttu engin stig í Egilshöllina á laugardaginn. Jötnar töpuðu gegn Húnum í mfl. karla og SA gegn Birninum í mfl. kvenna.

Bautamótið í íshokkí (4. fl.) - DAGSKRÁ

Dagana 21.-22. september fer fram helgarmót hjá 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri. Dagskrá mótsins er tilbúin. Eitthvað verður um tilfærslur á tímum á milli Hokkídeildar og Listhlaupadeildar í tengslum við mótið - þær breytingar verða birtar sérstaklega.

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar verður haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar fimmtudagskvöldið 19. september og hefst kl. 20.30.

Dómaranámskeið í íshokkí - endurnýið skráningu (Uppfært: Dagskrá)

Fyrirhugað er að halda dómaranámskeið í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri helgina 28.-29. september. Áhugasamt hokkífólk er vinsamlega beðið um að endurnýja fyrri skráningu. Mikilvægt að væntanlegir þátttakendur lesi þessa frétt og það efni sem vísað er í með tenglum í fréttinni.

Víkingar með sigur syðra

Víkingar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn og fóru með sigur af hólmi.

Sögulegur hokkíleikur í Laugardalnum

Þegar SA mætti liði SR í mfl. kvenna í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn var það í fyrsta skipti í hokkísögu Íslands sem allir þátttakendur í sama leik eru konur - leikmenn, þjálfarar, liðsstjórar og dómarar. Fimm leikmenn SA léku sinn fyrsta meistaraflokksleik. Úrslitin: SR - SA 5-7.