17.11.2013
Jötnar og Björninn mættust á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Úrslitin: Jötnar - Björninn 1-5 (0-2, 0-3, 1-0).
16.11.2013
Einn leikur verður á Íslandsmóti karla í íshokkí í dag, laugardaginn 16. nóvember. Jötnar og Björninn mætast í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl. 17.30. Æfingabúðir kvennalandsliðsins eru einnig á Akureyri þessa helgina.
12.11.2013
Segja má að leikur Víkinga gegn Húnum í Egilshöllinni sl. laugardag hafi verið sögulegur, en þó ekki fyrir það sem gerðist í leiknum sjálfum né úrslit hans. Sarah bætti einni Smiley í heiminn, Bjössi á mjólkurbílnum ók eins og ljón, stærðfræðikennarinn misreiknaði sig og orð fyrrum þjálfara SA, Josh Gribben, segja kannski allt sem segja þarf: "Oh, the things you miss for hockey!"
11.11.2013
Framundan er spennandi barátta um deildarmeistaratitilinn í kvennaflokki á milli SA og Bjarnarins. SA sótti þrjú stig suður á laugardaginn.
11.11.2013
Guðrún Kristín Blöndal og Birna Baldursdóttir hafa báðar verið máttarstólpar í liði SA um árabil og landsliðskonur í íshokkí. En árin hafa liðið og þær hafa ekki verið að yngjast - þannig týnist tíminn. Báðar hafa ákveðið að draga sig í hlé úr "alvöru" hokkíinu og þar með landsliðinu.
09.11.2013
Tvö lið frá SA mæta Bjarnarliðunum í Egilshöllinni í dag og kvöld.
08.11.2013
Föstudaginn 8. nóvember kl. 16.00-18.00 verður tekið við búnaði fyrir skiptimarkað hokkídeildar. Skiptimarkaðurinn verður opinn kl. 11.00-14.00 laugardaginn 9. nóvember og sunnudaginn 10. nóvember.
31.10.2013
Vegna ábendingar um þrengsli á tilteknum tímum hefur niðurröðun í búningsklefa á þriðjudögum og fimmtudögum verið breytt í samráði við yfirþjálfara.
30.10.2013
Fálkar hirtu öll stigin þegar þeir komu í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í gærkvöldi og mættu Jötnum. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 2-3 (0-2, 2-1, 0-0).
29.10.2013
Í kvöld kl. 19.30 mætast Jötnar og Fálkar á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.