Aðalfundur Íshokkídeildar SA í kvöld kl. 20

Aðalfundur Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn í fundarherbergi félagsins í Skautahöllinni í kvöld, mánudaginn 13. mai 2013, kl. 20. Fundarefni: Venjubundin aðalfundarstörf.

Vormót - Deild II og III

Í maí verður spilað Vormót í íshokkí í þremur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II og Deild III. Tímasetningar á fimmtudögum eru ekki staðfestar.

Vormót - Deild I

Vormótið í íshokkí verður spilað í þremur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.

Byrjendanámskeið í íshokkí

Í maí stendur Sarah Smiley fyrir hokkínámskeiði fyrir krakka sem fæddir eru 2007-2009. Tímar verða á fimmtudögum og sunnudögum 5.-30. maí.

Síðasta innanfélagsmótið í Vetrarmótaröðinni

Síðasta innanfélagsmótið í vetrarmótaröð hokkídeildarinnar fór fram um helgina og úrslitin eru ljós eftir spennandi leiki.

Innanfélagsmót og lokahóf um helgina

Laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. apríl verður innanfélagsmót hjá 3.-7. flokki og lokahóf hjá 5.-7. flokki. Engar æfingar á sumardaginn fyrsta.

Miklar framfarir í yngstu flokkunum (með myndum)

Um liðna helgi kepptu um 40 krakkar úr 5., 6. Og 7. Flokki SA á Barnamóti SR og stóðu sig með prýði. Framundan er síðasta innanfélagsmót vetrarins, lokahóf og svo Vormótið í maí.

Silvía Rán og Sunna til Svíþjóðar

Tvær ungar og efnilegar hokkístelpur, þær Silvía Rán Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir, héldu í gær til Svíþjóðar til að spila íshokkí.

Breyting á æfingu Old Boys

Ákveðið hefur verið að Old Boys tíminn á miðvikudagskvöldið 24. apríl falli niður vegna úrslitaleikja á Íslandsmótinu í krullu. Í staðinn geta þeir sem áhuga hafa mætt í hokkí á fimmtudagskvöldið kl. 21.00, en á þeim tíma voru æfingar mfl. karla.

Bronsið í höfn, besti árangur Íslands

Íslendingar unnu til bronsverðlauna í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins í íshokkí með sigri á Serbum í lokaleiknum í dag, 5-1. Andri Már Mikaelsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu. Ingvar Þór Jónsson lék sinn 70. landsleik.