Jötnar-SR í dag // Nýjar myndir frá síðustu leikjum

Í dag, laugardaginn 30. nóvember kl. 17.30 mætast Jötnar og SR á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.

It's the most wonderful time of the year

Jólin nálgast og finnst mörgum aðdragandi jólanna og jólin vera dásamlegasti tími ársins. Einn og átta eru væntanlega farnir að búa sig undir ferð til byggða, enda gjafmildir gaurar þar á ferð. Gestgjafarnir í Egilshöllinni voru líka gjafmildir í gær og mörkin: 1 og 8!

Sunna með þrjú mörk í sigri á SR

SA sigraði SR í mfl. kvenna í gærkvöldi, 7-4. Sunna Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk og SA er eitt á toppi deildarinnar.

Sigurmark á lokamínútunni

Víkingar sigruðu SR, 3-2, í háspennuleik í mfl. karla í gærkvöldi þar sem Ben DiMarco skoraði þriðja mark heimamanna þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum.

Myndir úr leik Jötna og Bjarnarins 16.11.2013

Myndir myndir.

Hokkíkrakkar á heimleið

Skilaboð frá hokkíhópnum sem er á leið heim frá Reykjavík: Farið var frá staðarskála um kl. 17.20.

Björninn með öruggan sigur á Jötnum

Jötnar og Björninn mættust á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Úrslitin: Jötnar - Björninn 1-5 (0-2, 0-3, 1-0).

Jötnar - Björninn

Einn leikur verður á Íslandsmóti karla í íshokkí í dag, laugardaginn 16. nóvember. Jötnar og Björninn mætast í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl. 17.30. Æfingabúðir kvennalandsliðsins eru einnig á Akureyri þessa helgina.

Hver ekur eins og ljón...?

Segja má að leikur Víkinga gegn Húnum í Egilshöllinni sl. laugardag hafi verið sögulegur, en þó ekki fyrir það sem gerðist í leiknum sjálfum né úrslit hans. Sarah bætti einni Smiley í heiminn, Bjössi á mjólkurbílnum ók eins og ljón, stærðfræðikennarinn misreiknaði sig og orð fyrrum þjálfara SA, Josh Gribben, segja kannski allt sem segja þarf: "Oh, the things you miss for hockey!"

Mikilvægur sigur á Birninum

Framundan er spennandi barátta um deildarmeistaratitilinn í kvennaflokki á milli SA og Bjarnarins. SA sótti þrjú stig suður á laugardaginn.