Jötnar-Húnar // SA-Björninn

Laugardaginn 21. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Húnar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og Björninn í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, eða um kl. 19.15.

Víkingar sigruðu SR

Víkingar sóttu þrjú stig í Laugardalinn í kvöld þegar liðið heimsótti SR. Ben DiMarco skoraði tvö af fjórum mörkum Víkinga.

Öruggur sigur SA á SR

SA átti ekki í vandræðum SR þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. SA sigraði með sjö marka mun. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði fjögur markanna, þar af þrjú í þriðja leikhlutanum.

Siggi og Biggi í sviðsljósinu

Sigurður Freyr Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark þegar Jötnar sigruðu Fálka í gærkvöldi. Birgir bróðir hans fékk bara að spila fyrsta leikhlutann.

Jötnar-Fálkar // SA-SR

Laugardaginn 14. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Fálkar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og SR í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, um eða upp úr kl. 19.

Níu frá SA í æfingahópi U-18

Æfingabúðir U-18 landsliðsins í íshokkí verða í Reykjavík á milli jóla og nýárs. Níu leikmönnum frá SA hefur verið boðið að taka þátt.

Fréttir af 3. og 4. flokki

Yngri flokkarnir í íshokkí hafa æft á fullu og nýlega voru bæði 3. og 4. flokkur í eldlínunni í Íslandsmótinu. Hér eru síðbúnar fréttir af þessum flokkum.

Tvö frá SA valin íshokkífólk ársins af ÍHÍ

Þau Jónína Margrét Guðbartsdóttir og Ingvar Þór Jónsson hafa verið útnefnd sem íshokkifólk ársins 2013 af Íshokkísambandi Íslands.

Tveir leikir í 3. flokki í dag: SA - Björninn

Lið SA og Bjarnarins í 3. flokki eigast tvívegis við í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Leikirnir eru í Íslandsmótinu í íshokkí, en SR mætir ekki með lið norður að þessu sinni.

Guð hjálpi þeim er verða fyrir Jötnum á ferð

Ásgrímur Ágústsson, hirðljósmyndari og heiðursfélagi SA, færði okkur í dag myndir frá leik Jötna og SR sem fram fór á laugardaginn. Úr safninu bjó hann svo til skemmtilega seríu undir heitinu "Guð hjálpi þeim er verða fyrir Jötnum á ferð, leikur Jötna að SR". Hér er serían...