Breyttar æfingar frá 23. apríl - 1. maí 2007

Frá og með miðvikudeginum 25. apríl verður Krullan með mót á ísnum, þar af leiðandi verða breyttar æfingar hjá ÖLLUM flokkum fram að vorsýningu.

Vegna Hokkímóts á morgun verða líka breyttir æfingatímar og er tímatafla yfir alla ís og af ís tíma hér undir "lesa meira".

Við biðjum alla um að vera duglega að fylgjast með heimsíðunni þar sem að tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar. Ef eitthvað er óljóst má hringja í Helgu Margréti í síma 6996740 (ekki eftir 10 á kvöldin).

Á morgun 23. apríl fá allir iðkendur bréf um vorsýninguna með sér heim. Það bréf kemur inn á heimasíðuna á morgun fyrir þá sem ekki mættu.

SA vann 3. leikinn og staðan nú 2:1 fyrir SA

Þær frábæru fréttir voru að berast að SA vann SR 10-6 í borginni nú fyrir stundu. Við óskum strákunum til hamingju með sigurinn. Lesa má um leikinn á vef SR, og þökkum við SRingum fyrir að fá að fylgjast með.

Úrslit úr Akureyrarmótið

Hér koma úrslitin á Akureyrarmótinu á Listskautum sem haldið var í Skautahöllinni 21. apríl 2007.

Mæting á morgun

Allir keppendur skulu mæta í allra síðasta lagi kl 8 í fyrramálið, þeir sem keppa í 8 ára og yngri C og 10 ára og C skulu mæta í síðasta lagi hálf 8!!!

Leikur 2 í úrslitum í dag kl.18.00

Í dag klukkan sex verður spilaður annar leikurinn í úrslitum mfl. karla. Nú ætla SA drengir að leggja allt í að jafna árangur síðustu viðureignar og verður hér því örugglega um spennandi leik að ræða. ALLIR hvattir til að mæta ogt hvetja strákana. ÁFRAM SA ..................  Í hléum og strax eftir leik verða 4., 2. og kvennaflokki veittar viðurkenningar vegna Íslandmeistaratitla.

SA-SR 4-8. Annar leikur í úrslitum mfl. karla

Leik lokið með sigri SR, 4-8. Staðan í einvíginu 1-1. Þriðji leikurinn í Reykjavík á laugardag, fjórði leikur á Akureyri á mánudag og fimmti leikur, ef þarf, í Reykjavík á miðvikudag.

SA vann 1. leik; 5 - 2

Það var sætur sigur sem vannst á heimavelli Skautafélags Reykjavíkur í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2007.  Það var á brattann að sækja fyrir okkur norðanmenn eftir að hafa tapaði í tvígang fyrir SR um nýliðna helgi og tapað þar með heimaleikjaréttinum.

Það var óheppilegt en ekki óyfirstíganlegt að geta ekki hafið keppnina á heimavelli en staðreynd málsins er sú að SA liðið hefur alltaf kunnað vel við sig í Laugadalnum og því var það ekki fyrirkvíðanlegt að hefja úrslitarimmuna þar – enda kom það á daginn.

SA vann 1. leikinn í úslitunum

Þær góðu fréttir voru að berast að SA hafi unnið SRinga í fyrsta leik úrslitanna með 5 mörkum gegn 2. 1. lota SR 2 - SA 0  2. lota SR 0 - SA 1  3. lota SR 0 - SA 4.  Til hamingju drengir. ÁFRAM SA.......

1. úrslitaleikur meistaraflokks er í kvöld kl.20,00 í Laugardalnum

Nú eru strákarnir í Meistaraflokki SA á leið í Borgina til að etja kappi við SRinga í fyrsta leik úrslitanna um Íslandsmeistara tiltilinn. Ekki riðum við feitum hesti frá síðustu tveim viðureignum liðanna, en AUÐVITAÐ er þetta allt spurning um að toppa á réttum tíma og það er auðvitað leynivopnið hans Denna (vona ég).            ÁFRAM SA ................................

Akureyrarmótið

Hér eru helstu drög að mótaskrá fyrir laugardaginn 21/4. Tímasetningar eru birtar með fyrirvara. athugið það :-). Dregið verður í keppnisröð föstudagskvöldið kl:19:30.