Ungverjaland - Ísland 7 - 2

Strákarnir okkar áttu í erfiðleikum með Ungverjana eins og búist var við fyrirfram. Ungverjar eru með firnasterkt lið nú eins og svo oft áður. Lokastaðan í leiknum var 7-2 (2-1, 5-0, 0-1). Birkir okkar skoraði seinna mark íslenska liðsins.

Ísland vs Ungverjaland.

Já strákarnir okkar í u18 spila gegn ungverjum í dag, ungverjar eru með gríðar sterkt lið og fróðlegt verður að sjá hvernig leikurinn fer. ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!

U18 ára liðið hélt utan til Rúmeníu í gær

Tekið af vef ÍHÍ

kvennaliðið vs old boys

Landslið kvenna tapaði leik sínum gegn oldboys lokatölur 3-8. Leikurinn var liður í söfnun fyrir ferð þeirra til nýja sjálands sem verður farin á næstu dögum. Leikurinn var ágætis skemmtun á að horfa og höfðu bæði lið bara gaman af þessu. ÁFRAM ÍSLAND!!!

Ágætis afþreying

http://www.freeworldgroup.com/games/knock/index.html

Landliðskonur og Gulldrengir SA næsta Laugardag

Á Laugardaginn kl. 18.30 mun Kvennalandsliðið hans Denna taka Gulldrengi SA í kennslustund að hætti Dr.Hook í Skautahöllini á Akureyri. En svona að öllu gríni slepptu þá má eiga von á hörku góðri skemmtun og um leið er verið að styrkja stelpurnar til farinnar því að allur aðgangseyrir rennur til kvennalandsliðsins.

Staðan í Meistaraflokki

Eftir leiki Narfa og SR í meistaraflokki síðustu helgi hefur lokastaðan skýrst þó ekki hafi það farið hátt.

Kvennalandsliðið spilar æfingaleiki á Akureyri!

Í undirbúningi er leikur milli kvennalandsliðsins og gulldrengjanna úr SA. Þessi lið áttust við á laugardaginn var í skemmtilegum leik.

Af suðurferðum

Um síðustu helgi hittust Gulldrengir úr liðum SA SR og Bjarnarins og léku um Sveinsbikarinn.

Stanislav fækkar í hópnum

Stanislav Berger landsliðsþjálfari karlalandsliðsins var mað æfingabúðir á Akureyri um helgina, í gærkvöldi fækkaði hann í landsliðshópnum niður í 24 en endanlegur hópur verður 22 þannig að enn á eftir að fækka um 2 þeir verða teknir út u.þ.b. viku fyrir brottför