26.03.2024
Garpar Íslandsmeistarar 2024.
23.03.2024
Búið er að seinka leiktíma 3. leiks úrslitakeppninnar til kl 18:00 vegna aksturskilyrða hingað norður.
22.03.2024
LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild karla er á laugardag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sýndu gamla góða SA karakterinn í gær þegar þeir snéru stöðunni 1-3 í síðustu lotunni í 5-4 sigur með þremur glæsilegum mörkum Jóhanns Leifssonar og sigurmarki Gunnars Arasonar. Sigurinn er vendipunktur í seríunni því núna er staðan 1-1 og SA Víkingar eiga næsta heimaleik. Við hvetjum fólk til að mæta í stúkuna á laugardag og styðja okkar menn til sigurs! Forsalan er hafin á Stubb og kvöldmatnum er reddað því það er Burger fyrir leik eða í leikhléi á 2. hæðinni.
🎫 Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri.
🎟 Forsala Miða: https://stubb.is/events/yNKako
🍔 Burger fyrir leik og í leikhléi á 2. hæð.
🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.
19.03.2024
Níunda umferð Íslandsmótsins
IceHunt stöðvaði sigurgöngu Garpa
14.03.2024
Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla á milli Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 19. mars kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru deildarmeistarar og hefja því leik á heimavelli en leikið verður sitt á hvað þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki og tryggir sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí.
Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Foreldrafélagið selur hamborgara og drykki í félagssalnum fyrir leik og Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
13.03.2024
Alex Máni Sveinsson er komin á samning hjá Örnsköldsvik í sænsku 1. deildinni. Alex Máni gerði tveggja ára samning við liðið en hann spilaði með unglingaliðinu liðsins í vetur og frammistaðan heillaði þannig að liðið bauð honum tveggja ára samning sem búið er að skrifa undir. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá er Alex Máni fyrsti íslendingurinn sem alin er upp innan íslensks félagsliðs sem kemst á samning í sænsku 1. deildinni. Við óskum Alex Mána til hamingju með samninginn og áframhaldandi velgengni í sænsku deildinni.
12.03.2024
Garpar enn í forystu á Íslandsmótinu
07.03.2024
Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi.
Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.
04.03.2024
Garpar halda enn forystunni á íslandsmótinu