Breyting á æfingatíma 6og7 flokks og skautaskóla

Vegna Listhlaupamóts í skautahöllinni um helgina færast æfingaatímar 6. og 7. flokks og skautaskóla, og 4. og 5. flokks fram til LAUGARDAGSINS og verða kl.17.00 til 18.00 hjá 6., 7. og skautaskóla og 18.00 til 19.00 hjá 4. og 5. flokki og þar sem Jan og meistaraflokkur kvenna verða fyrir sunnan að VINNA birnurnar!!! mun TIBOR sjá um þessar æfingar ásamt aðstoðarþjálfurum.

ÁFRAM STELPUR !!!!ÁFRAM STELPUR !!!!ÁFRAM STELPUR !!!!

Breyting á æfingatíma 6., 7. flokks og skautaskóla

Vegna Listhlaupamóts í skautahöllinni um helgina færast æfingaatímar 6. og 7. flokks og skautaskóla, og 4. og 5. flokks fram til LAUGARDAGSINS og verða kl.17.00 til 18.00 hjá 6., 7. og skautaskóla og 18.00 til 19.00 hjá 4. og 5. flokki og þar sem Jan og meistaraflokkur kvenna verða fyrir sunnan að VINNA birnurnar!!! mun TIBOR sjá um þessar æfingar ásamt aðstoðarþjálfurum.

ÁFRAM STELPUR !!!!ÁFRAM STELPUR !!!!ÁFRAM STELPUR !!!!

S.A. 2. flokkur tapaði fyrir Birninum

BJÖRNINN VANN SKAUTAFÉLAG AKUREYRAR í skautahöllinni á Akureyri.
2. flokkur Bjarnarins vann SA 6-3 (2-1, 1-1, 3-1) á laugardagskvöldið síðasta

Brynjumót 2004 hafið!!

Já, brynjumótið er hafið og það með látum. Ekki er annað hægt að sjá en að allir hafi gaman af og leikirnir spilaðst vel. Við hvetjum fólk til að skreppa niður í höll og sjá unga og bráðefnilega spilara sýna listir sýnar.

2 Flokkur tapaði!!

Já, 2. flokkur riðu ekki feitum hesti gegn S.R. í gær, töpuðu þeir 2-9. Virkuðu strákarnir andlausir og ekki tilbúnir í þennan leik. Spilið var ekki gott og heldur ekki vörnin. En í kvöld fá strákarnir okkar tækifæri til að sýna sitt rétta andlit því þeir spila gegn Birninum kl 19:00. Við hvetjum því fólk að fjölmenna í kvöld og styðja við bakið á strákunum því nóg er af hæfileikum í liðinu til að klára leikinn í kvöld. ÁFRAM S.A. smelltu hér til að sjá myndir frá leiknum

S.A. Húfur.

Foreldrafélagið hefur til sölu S.A. húfur. Þær kosta 1000 kr. og peningurinn rennur til yngri flokkastarfsins.

Listhlaup: Breytingar á æfingatímum á næstunni !!!!!

Á föstudag 12. nóvember mætir 1. flokkur með 2. flokki kl. 17:00 á ís, afís fellur niður. Þetta er vegna Brynjumóts

Allar æfingar falla niður næstu tvo laugardaga:

Laugardaginn 13. nóvember vegna Brynjumóts.

Laugardaginn 20. nóvember vegna Bikarmóts.

3. flokkur mæti í staðinn sunnudaginn 14. nóv. með 2. flokki kl. 17:00

Í stað laugardagsæfinganna verður boðið upp á æfingar

Á sunnudag 14. nóvember kl. 19:00 fyrir 4/5 flokk

Á mánudaginn 15. nóvember kl. 18:00 fyrir 6/7 flokk og gullflokk

Á sunnudag 21. nóvember kl. 18:00 fyrir 4/5 flokk

Á sunnudag 21. nóvember kl. 17:00 fyrir 6/7 flokk og gullflokk

Helgina 12.-14. nóvember verða þjálfararnir Helga Margrét, Audrey Freyja, Heiða Björg og Berglind Rós, sem bætist í hópinn eftir áramótin, á þjálfaranámskeiði hjá Skautasambandinu í Reykjavík.

Á meðan sjá þjálfararnir Ásta Heiðrún og Erika Mist ásamt iðkendum úr 1. flokki um þjálfunina.

NHL

Enn streyma leikmenn til Evrópu vegna NHL verkfalls og eru þeir orðnir 261 talsins. Hægt er að sjá hvert þeir hafa farið á slóðinni.http://www.iihf.com/news/iihfpr8704.htm

Nýtt Íshokkísamband

Á laugardaginn síðasta var Skautasambandi Íslands skipt upp í tvö sérsambönd. Nánar HÉR

Úrskurður aganefndar 04.11.2004

Leikmaður SR Guðmundur Björgvinsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki. Nánar HÉR