Karfan er tóm.
Íslandsmót barna og unglinga var haldið í skautahöllinni í Laugardalnum núna um helgina 26.-27. febrúar. SA-stelpurnar stóðu sig frábærlega eins og venjulega og tóku heim með sér 6 gull, 3 silfur og 3 brons! Sannarlegur stórsigur hjá okkur. Til hamingju stelpur!
IHI hefur dæmt leikmann Narfa, Heiðar Gest Smárasonar í tveggja leikja bann vegna atviks sem á átti sér stað í leik Narfa gegn Birninum um daginn. Hægt er að lesa um dóminn á heimasíðu ihi.is.Einnig hefur heyrst að útsendarar liða í ensku úrvalsdeildinni séu á höttunum eftir þessum snjalla "sparkmanni" og þykir ekki ólíklegt að Heiðar Gestur leggji skautana á hilluna, og taki upp knattspyrnuiðkun í landi tes og kexkakna.
SA vann seinni leikinn við Björninn í morgunn. Leikurinn var í járnum allann tímann en okkar menn lentu þó aldrei undir eins og í gær og tókst með skynsamlegum leik og frábærri markvörslu að tryggja sigur. Eftir þessar viðureignir á Björninn ekki möguleika á að lenda ofar en í 3. sæti.
Björninn-SA 2-3 (0-0/0-1/2-3)
Mörk S.A. Tibor Tatar 2 og Björn Már (1). Mörkin þóttu öll sérstaklega falleg og þá sérstaklega þrumufleygur Bjössa frá bláu línunni í sammarann
Breyttar æfingar
23. febrúar 28. febrúar!!!!
Æfingar falla niður miðvikudaginn 23. febrúar
til kl. 18:00 vegna útfarar Magnúsar Einars Finnssonar formanns Skautafélags Akureyrar.
Allar æfingar falla niður föstudag 25. , laugardag 26. og sunnudag 27. febrúar vegna Íslandsmóts barna og unglinga í Reykjavík, þar sem allir þjálfarar verða þar við vinnu eða að keppa.
4. /5 . (gulur, rauður) flokkur mæti á æfingu mánudaginn 28. febrúar kl. 17:00-18:00 ásamt þeim úr 3. flokki sem ekki kepptu á barna og unglingamótinu og verður þá undirbúningur fyrir Akureyrarmót.
4. / 5. flokkur grænn, 6. /7. og gullflokkur mæti mánudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 19:00.
Með kveðju
stjórnin