Breyttar æfingar á meðan Helga er í Svíþjóð

Helga Margrét yfirþjálfari er farin til Svíþjóðar ásamt Helgu Jóhannsdóttur, sem keppir fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í ár. Vegna þessa verða ýmsar breytingar á æfingum í vikunni. Við reynum þó allt sem hægt er til að fella ekki niður æfingar, nema morguntímann á fimmtudaginn og opna tímann á sunnudagsmorgunn, komumst við ekki hjá því að fella niður. Sumir eldri iðkendur fá tækifæri til að skipuleggja eina æfingu og er mikil stemming fyrir því. Starfsmaður verður í höllinni á þessum tíma og ber ábyrgð á börnunum, en þær sjá um æfingarnar sjálfar.

Mammútar unnu Janúarmótið.

Aukaumferð þurfti til að ná fram úrslitum í leiknum um fyrsta sætið.

Hópaskipting í Point dans afístíma

Hópaskiptingin hefur aðeins breyst, til að reyna að ná jafn stórum hópum í báða tímana. Í hópi 1 eru allir A keppendur, eldri B keppendur (12 ára og yngri B og eldri) og 14 ára og yngri C keppendur. Í hópi 2 eru allir yngri B keppendur (10 ára og yngri B og yngri) og allir C keppendur, nema 14 ára og yngri C. Hér má sjá skiptinguna nánar.

Afís hjá Söruh fellur niður í dag!

Vegna óviðráðanlegra orsaka falla afísæfingar niður hjá Söruh í dag hjá 5. 6. og 7. hóp.

Íslandsmótið 2009. hefst 9 febrúar.

Íslandsmótið verður leikið með breyttu sniði þetta árið. Deildarkeppni og úrslitakeppni.