Aseta-mót um helgina hjá meistaraflokki karla

Í kvöld hefst í Reykjavík Asetamótið fyrir meistaraflokk karla.  Þetta mót hefur verið haldið áður og þar hafa öll félögin tekið þátt og hefur þetta þótt ánægjuleg byrjun á tímabili fyrir leikmenn og upplögð leið til að ná úr sér sumar ryðinu.  Mótið verður þó ekki eins og til stóð þar sem Skautafélag Reykjavíkur ákvað að taka ekki þátt í mótinu af einhverjum óþekktum ástæðum.  Ákveðið var að láta ekki fjarveru þeirra hafa áhrif á mótið þar sem þegar var búið að skipuleggja það, kaupa verðlaunagripi og ráða dómara, heldur skella sér suður og spila tvo eða þrjá leiki við Björninn.

Starfið hafið af miklum krafti

Nú í haustbyrjun er starfið í Skautahöllinni komið í eðlegar skorður og starfsemnin komin á fullt jafnt hjá deildum félagsins sem og Skautahöllinni.  Æfingar félagsins hófust um mánaðamótin sem og almenningstímar.  Deildirnar hafa verið að kynna sitt starf, gengið hefur verið í skóla og bæklingum dreift.  Nýskráningar ganga vel og blikur eru á lofti um blómlegan vetur.  Mótin fara senn að hefjast hjá deildum en nú um helgina verður Asetamót hjá mfl karla í íshokkí í Reykjavík sem er helgarmót ætlað til að koma mönnum í gang fyrir veturinn.  Um aðra helgi verður innanfélagsmót fyrir A og B keppendur hér í Skautahöllinni og svo í lok mánaðarins eða 27. september hefst Akureyrarmót hjá krulludeild.

Æfingarmót fyrir A og B keppendur, sunnudaginn 19 sept kl:09:00

Vegna Basic testa og dómanámskeiðs verður ekki hægt að hafa innanfélagsmót fyrir A og B keppendur fyrir Haustmótt ÍSS. Þess vegna verður haft eitt æfingarmót fyrir A og B keppendur sunnudaginn 19 september klukkan 09:00 (tími gæti breyst fer eftir fjölda þáttakenda) og Peter og Ivana ætla að fara í dómarasætin. Foreldrar og forráðamenn, ömmur og afar, frænkur og frændur og allir vinir og vandamenn velkomnir að koma og horfa á yndisfríðan hóp sína listir sínar. 

Akureyrarmótið hefst 27.september

Fyrsta mót tímabilsins hefst mánudaginn 27. september. Liðsstjórar eru beðnir að tilkynna lið sín sem fyrst til að auðvelda undirbúning. Þeir sem eru ekki komnir í lið geta sent póst á Hallgrím formann hallgrimur@isl.is og látið vita.

Foreldrafélag

Kæru foreldrar/forráðamenn

Enn og aftur auglýsum við eftir fólki til starfa með forelrafélaginu. Við erum ekki að auglýsa eftir fólki í stjórnunarstöður heldur þurfum við að vera fleiri ef foreldrafélagið á að geta verið öflugt og haldið utan um okkar iðkendur.

Endilega hafið samband.

rakelhb@ simnet.is

 

Mót hjá 5-6-7 flokk á Akureyri fellur niður

Þetta mót fellur niður og verður í nóvember.

 

Tímataöflur hvers hóps

Tímatöflur fyrir hvern hóp fyrir sig er komin inn í valmyndinni hér til vinstri . ATH að afís hjá Söruh sem er á mánudögum hefst ekki fyrr en 12 september.

D-hópar byrja 15 september

Æfingar A, B og C hópa byrjuðu mánudaginn 30.ágúst - D hópar hefja starf 15.september. Tímatafla, hópaskipting og æfingargjöld er komin inn hér í valmyndinni til vinstri. Skráning allra iðkenda, bæði fyrir vana og óvana, má finna í valmyndinni efst til vinstri.

Curling Champions Tour í beinni

Baden Masters fer fram helgina 10.-12. september og hægt er að horfa á mótið í beinni á netinu.logo_curling_champions_tour_120