Karfan er tóm.
Á laugardagskvöldið verður smá skautafjör
kl:20:00-21:00 A2, B2 og C1 Mega bjóða vinum/ættingjum á svellið, diskóljós og danstónlist
kl:21:00-22:00 A1 og B1 Mega bjóða vinum/ættingjum á svellið, diskóljós og danstónlist
LSA ætlar að bjóða upp á fullorðinsnámskeið á skautum, sjá með því að smella á auglýsinguna hér við hliðina á.
Á fimmtudaginn 4. mars kl. 19,00 hefst hér í Skautahöllinni á Akureyri Úrslitakeppni til Íslandsmeistaratitils í Meistaraflokki karla í Íshokki. Til úrslita spila Skautafélag Akureyrar sem eru sigurvegarar Deildarinnar og Skautafélagið Björninn sem eftir ótrúlegan endasprett í Deildinni tryggðu sér réttinn til að spila við SA um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur keppninnar fer svo fram hér í Skautahöllinni á föstudaginn 5. mars kl. 17,00. Þriðji leikurinn er svo í Egilshöllinni heimavelli Bjarnarins á sunnudag kl. 14,00 og verður sýndur beint á RUV. Úrslitakeppnin er allt að 5 leikir og vinnur það lið sem fyrr sigrar í þremur. Fjórði leikur er svo áætlaður í Egilshöll á mánudag og sá fimmti í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudaginn þar á eftir. Deildarkeppnin þetta tímabil var ótrúlaga jöfn og það réðst ekki fyrr en í síðustu leikjunum hverjir kæmust í Úrslitin, svo það er hægt að lofa gríðarlegri stemmingu og baráttu í þessum leikjum og NÚ SKORUM VIÐ Á YKKUR NORÐLENSKA HOKKÍUNNENDUR AÐ MÆTA OG HVETJA YKKAR MENN. ÁFRAM SA ..........