10.12.2012
Það sem af er vetri hefur hokkíleikjum og -mótum hefur verið frestað nokkrum sinnum af ýmsum ástæðum. Nú er búið að finna leikjum og mótum nýjar dagsetningar og hefur mótaskrá ÍHÍ verið uppfærð.
10.12.2012
Í kvöld, mánudagskvöldið 10. desember, fer fram úrslitaleikur í Bikarmóti Krulludeildar.
09.12.2012
Plan fyrir "show" æfingarnar
08.12.2012
Hokkíleikjum sem voru á dagskránni síðdegis í dag og í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri hefur verið frestað af mótanefnd ÍHÍ.
07.12.2012
Yfirstandandi Íslandsmót í meistaraflokki karla í íshokkí er sögulegt mót að tvennu leyti. Aldrei hafa jafn mörg lið tekið þátt í Íslandsmótinu og að auki er nú í fyrsta skipti keppt í tveimur deildum, sem þó eru að hluta sameiginlegar. Hér eru útskýringar á keppnisfyrirkomulaginu í deildunum og á milli deildanna og á reglum um notkun leikmanna á milli liða.
06.12.2012
Lars Foder, landsliðsþjálfari kvenna, hefur nú skorið niður æfingahóp kvennalandsliðsins sem undirbýr sig fyrir þátttöku á HM á Spáni í byrjun apríl.
06.12.2012
Garpar slógu Mammúta út og Skytturnar slógu Ice Hunt út í undanúrslitum.
05.12.2012
Átta hokkístrákar úr röðum SA, ásamt þjálfara og fjórum foreldrum, og að auki nokkrum hokkímönnum í eldri kantinum, héldu í gær á vit ævintýranna í austurvegi.
05.12.2012
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 5. desember, fara fram undanúrslit Bikarmóts Krulludeildar.
04.12.2012
Næsta miðvikudag, 5. desember, verður jólafjör hjá okkur. Við byrjum kl. 16:40 og foreldrum er velkomið að skella sér á ísinn með börnum sínum. Eldri iðkendur munu sýna smá listir og við fáum góða gesti í heimsókn. Þeir sem eiga félagspeysu (rauða flíspeysu) eru beðnir að mæta í henni fyrir myndatöku