11.02.2012
SA Víkingar töpuðu stórt gegn SR í gærkvöldi. Komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna rest.
10.02.2012
SA-Víkingar eru mættir í Laugardalinn og eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir leikinn.
Leiknum verður lýst MBL.IS
10.02.2012
Tvö af hokkíliðunum okkar í meistaraflokki, Ásynjur og Víkingar, standa í ströngu syðra núna um helgina. Víkingar eiga leik í kvöld, en Ásynjur á laugardags- og sunnudagskvöld.
08.02.2012
Nú er hún Hrafnhildur Ósk farin til Finnslands til að keppa á Norðurlandamótinu, óskum við henni og öllum landsliðskauturunm góðs gengis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSS, http://skautasamband.is/
08.02.2012
Ekki of seint að skrá sig og hefja keppni núna þótt mótið sé hafið.
08.02.2012
Fálkar eina taplausa liðið til þessa.
06.02.2012
2.hluti Íslandsmótsins í 2.flokki fór fram í Laugardal um liðna helgi.
06.02.2012
2. hluti íslandsmótssins í 2. flokki fór fram í Laugardal um liðna helgi.
06.02.2012
Í kvöld, mánudagskvöldið 6. febrúar, fer fram þriðja umferð Íslandsmótsins.
05.02.2012
Í gær lauk minningarmótinu um Magnús Einar Finnsson, sem er íshokkímót heldri leikmanna, og er þetta stærsta mótið hingað til en alls tóku sex lið þátt að þessu sinni. Um þessar mundir eru 7 ár síðan Magnús lést, en hann lést í febrúar árið 2005 langt fyrir aldur fram eftir snarpa baráttu við krabbabein. Magnús var formaður Skautafélagsins þegar hann lést og hafði þá verið einn af máttárstólpum félagsins til langs tíma. Við andlát hans gaf Norðurorka peningafjárhæð í Minningarsjóð um Magnús, en eftir að hann flutti aftur til Akureyrar árið 1987 starfaði hann hjá Norðurorku til dánardags.
Ákveðið hefur verið að nýta þennan sjóð í þágu félagsins með þeim hætti að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir verkefni tengdum Skautafélagi Akureyrar. Styrkirnir verða ætlaðir félagsmönnum sem vilja með einhverjum hætti láta gott af sér leiða í þágu félagsins s.s. er varðar þjálfun, menntun, fræðslu, keppni eða hvað eina annað er tengist félaginu í heild eða félagsmönnum þess.