Tap í Egilshöllinni

Húnar leiða einvígið gegn Jötnum eftir 4-2 sigur í Egilshöllinni í gærkvöldi. Annar leikur liðanna verður á laugardaginn í Skautahöllinni á Akureyri. Mikilvægt að áhorfendur mæti og láti í sér heyra.

Æfingar hafnar að nýju - Zamboni kominn í lag

Um kl. 14.20 í dag fór Zamboni aftur inn á ísinn og hann virkar! Æfingar verða því skv. tímatöflu í dag, með smá breytingum þó. Jötnar æfa sér kl. 20.10, en ekki með 3. flokki kl. 18.10 eins og venjulega á fimmtudögum. Engin æfing hjá Víkingum, en listhlaup fær tíma kl. 21.10.

Ice Cup: Metþátttaka erlendra liða

Fyrir nokkru varð ljóst að fleiri erlend lið koma á Ice Cup krullumótið en nokkru sinni fyrr. Mótið verður það stærsta hingað til. Heimafólk er hvatt til að ganga sem fyrst frá skráningu leikmanna í sín lið - ef það hefur ekki verið gert nú þegar.

Úrslitakeppni B-liða hefst í kvöld

Jötnar eru á suðurleið og mæta Húnum í fyrsta leik úrslitakeppni B-liða í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn verður í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30. Annar leikurinn verður á Akureyri á laugardag.

Tap gegn Slóvenum

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí varð að játa sig sigrað í öðrum leik sínum í 2. deild B á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal þessa dagana. Enn góðir möguleikar á verðlaunasæti.

Zamboni-fréttir

Viðgerð á dælumótor Zamboni-hefilsins er ekki lokið. Ljóst er að hann mun ekki komast í lag í dag, miðvikudag.

Naumur sigur á Tyrkjum

Kvennalandsliðið í íshokkí vann fyrsta leik sinn á HM 2. deild B sem fram fór í gær. Mæta Slóvenum í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á leikinn og varð "Gunnlaugsdóttir" um stund.

Engar æfingar á ís í dag, afísæfing hjá 4. flokki hokkí kl. 16

Enn er unnið að viðgerð á dælumótor í Zamboni-ísheflinum. Staðfest er að Zamboni verður ekki klár í slaginn í dag, þriðjudag, og því falla allar æfingar á ís niður í dag. Óvíst er með miðvikudaginn.

Bilun í íshefli, óvíst hvenær hægt verður að hefla

Bilun varð í Zamboni-ísheflinum fyrr í kvöld. Viðgerð stendur yfir. Óvíst er hve langan tíma tekur að koma heflinum aftur í gagnið. Líklegt er að bilunin muni hafa áhrif á æfingar í íshokkí á morgun (þriðjudag). Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og málin skýrast.

HM kvenna í íshokkí hefst í dag

Kvennalandsliðið í íshokkí verður á svellinu í Skautahöllinni í Laugardal þessa vikuna þar sem liðið spilar í 2. deild B í Heimsmeistaramótinu. Fyrsti leikurinn er í kvöld. Tvær af hverjum þremur í liðinu eru í SA og þrjár að auki fyrrum leikmenn SA.