Kvennalandslið Íslands með mikilvægan sigur og verðlaunasæti tryggt.

Kvennalandslið Íslands í íshokkí vann í dag 2-0 sigur á Mexíkó og er þar með búið að tryggja sér verðlaunasæti á heimsmeistaramótinu á Spáni. Ísland hefur unnið þrjá leiki á mótinu en tapað einum. Íslenska liðið mætir því Ástralska á morgun kl 15.30 en þá ræðst hvaða litur verður á verðlaunapeningi liðsins. Áfram Ísland!

Ísland - Tyrkland 7-2

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Tyrkland örugglega í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Sunna Björgvinsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark en Birna Baldursdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir og Díana Björgvinsdóttir skoruðu einnig í leiknum. Ísland mætir Nýja Sjálandi kl 15.30 í dag og leikurinn er sýndur beint hér.