SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld kl 19.20 í Hertz-deild karla
05.02.2018
SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld í Hertz-deild karla kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SR liðið sem hefur ekki unnið leik í vetur hefur tekið miklum framförum síðustu vikur og hafa verið erfiðir við að eiga svo það má búast við hörkuleik. Næstu leikir munu skera úr um hvaða lið komast í úrslitakeppnina en SA Víkingar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 39 stig en hafa aðeins leikið 17 leiki en Esja sem er í fyrsta sæti með 44 stig hafa 20 leiki. Björninn er svo í þriðja sæti með 28 stig og hafa leikið 19 leiki. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið. Aðganseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.