Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 18:30

Einstakur árangur SA íshokkí sem vann alla mögulega titla tímabilsins 2018-2019

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar náði þeim einstaka árangri á tímabilinu 2018-2019 að vinna alla mögulega titla sem í boði voru í íslensku íshokkí. Félagið vann deildarmeistaratitlana og Íslandsmeistaratitlana í meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur karla vann einnig bikarmeistaratitilinn í ár ásamt því að vinna fyrstu umferð Evrópukeppnninnar Continental CUP og náði 3. sætinu í þriðju umferð keppninnar. Þá varð félagið Íslandsmeistari í öllum unglingaflokkunum 2., 3. og 4 flokk bæði A og B liða.

AÐALFUNDUR HOKKÍDEILDAR

Aðalfundur hokkídeildar verður haldin í Skautahöllinni mánudaginn 13. maí kl. 20:00. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin.

SA Íslandsmeistari í 3. flokki 2019

3. flokkur SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí nú um helgina þegar liðið lagði Björninn tvívegis að velli og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. SA liðið vann 10 leiki af 12 í vetur en SR var í öðru sæti 6 stigum á eftir SA og Björninn í því þriðja. Glæsilegur árangur hjá flottu liði og við óskum þeim öllum til hamingju með Íslandsmeistaratitlinn og frábært tímabil.

Úrslitaleikir í Ice Cup 2019

Úrslitaleikir í Ice Cup 2019 fara fram í dag kl. 14:30

Ice Cup 2019

Results of the first day games at Ice Cup

Ice Cup 2019 hafið

Úrslit eftir leiki dagsins

Aðalfundur listhlaupadeildarinnar

Aðalfundur listhlaupadeildarinnar verður haldinn 8.maí næstkomandi í fundarherbergi hallarinnar og hefst fundurinn klukkan 20.00.

Ice Cup að hefjast

Opnunarhóf á miðvikudagskvöld kl 20:30.

SA með 3 gullverðlaun á Vormóti ÍSS og Aldís Kara bætti Íslandsmetið

Vormót ÍSS fór fram nú um helgina í Laugardal en SA vann þar til þriggja gullverðlauna. Iðkenndur SA unnu einnig til fjögurra silfurverðlauna og tveggja bronsverðlauna á mótinu. Stærsta afrek helgarinnar var þó nýtt Íslandsmet sem Aldís Kara Bersdóttir setti þegar hún fékk 112.81 stig en eldra metið átti hún sjálf frá því í febrúar þegar hún náði 108.45 stigum á Reykjavíkurleikunum.