30.08.2023
Silvía Rán Björgvinsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí, er komin heim og mun spila fyrir SA í vetur. Silvía er að snúa til baka úr erfiðum meiðslum sem hún hlaut síðasta vetur og hafa haldið henni af ísnum en ætlar sér að koma sér aftur á strik og taka slaginn í Hertz-deildinni með SA og kemur einnig inn í þjálfarateymi SA.
29.08.2023
Það var sannarlega kátt í skautahöllinni s.l. helgi og segja má að allt hafi iðað af lífi á ísnum sem utan hans þar sem bæði A landslið og U18 landslið kvenna komu saman í fyrstu æfingabúðum tímabilsins. Kim McCullough aðalþjálfari U18 liðsins og aðstoðarþjálfari A liðsins var með liðunum og miðlaði af sinni miklu þekkingu og reynslu til leikmanna ásamt Jóni Gíslasyni aðalþjálfari A landsliðsins. Lögðu þau línurnar fyrir komandi tímabil og nutu liðsinnis þeirra Silvíu Björgvinsdóttur aðstoðarþjálfara U18 liðsins og Atla Sveinssonar þjálfara hjá SA.
29.08.2023
Byrjendaæfingar fyrir 2017 og yngri kl 17:00 í dag.
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2014, 2015 og 2016 árganga í alla skóla bæjarins.
28.08.2023
Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Helgi Rúnar hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta.
23.08.2023
Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt og framkvæmdir í húsinu á lokametrunum. Byrjendaæfingar í listhlaupi eru byrjaðar og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:30 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á fimmtudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
27.07.2023
Sumarhokkískólinn fyrir iðkenndur hefst 1. ágúst og stendur yfir fyrstu 3 vikurnar í ágúst. Leikmenn fara daglega á svellið, afísæfingar, fræðslustundir og kylfu- og skotæfingar. Frábær undirbúningur fyrir tímabilið þar sem iðkenndur sjá miklar framfarir. Skráning: https://www.sportabler.com/shop/sa/ishokki
17.07.2023
Yfirþjálfari Skautafélags Akureyrar Sami Lehtinen hefur lokið störfum fyrir félagið. Sami sem hefur starfað sem yfirþjálfari SA í 3 tímabil á síðustu fjórum árum skilur við félagið á góðum stað en Sami hefur skilað frábæru starfi og skilur eftir sig mikla þekkingu. Meistaraflokkarnir og unglingaliðin sem Sami hefur haft yfirumsjón með hafa vaxið á þessum tíma og verið gríðarlega sigursæl. Sami þjálfaði meistaraflokka félagsins til 5 Íslandsmeistaratitla ásamt fjölmargra titla í unglingaflokkum. Sami tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá EHC Freiburg í DEL2 í þýskalandi á næstu leiktíð.
14.07.2023
Byrjendanámskeið hjá listskautadeild SA verður á þriðjudögum og fimmtudögum fyrstu þrjár vikurnar í ágúst. Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler.com/signup
með kóðanum WHIQTC
Verð 20.000 kr
Nánari upplýsingar á formadur@listhlaup.is
02.06.2023
Þá erum við í hokkídeildinni búin að klára íshokkíveturinn með style! Við enduðum vetrarstarfið okkar með hinu skemmtilega vormóti sem við höldum alltaf í maí. Um er að ræða innanfélagsmót með 5 deildum, 17 lið í heildina fyrir krakka á aldrinum 4-16 ára. Mótinu lauk formlega með lokahófi á þriðjudaginn s.l. þar sem þátttakendur úr yngri flokkunum gæddu sér á grilluðum pylsum og allir fóru heim með viðurkenningar.
01.06.2023
Minningarstund um Sergii sem starfað hefur sem þjálfari listskautadeildar í vetur en lést í síðustu viku verður haldin á fimmtudaginn 1. júní kl. 17:00 í fundarsal ÍBA í íþróttahöllinni. Séra Hildur Eir Bolladóttir mun stýra stundinni en Karen Halldórsdóttir flytur minningarorð og Ívar Helgason tónlistaratriði.