14.05.2024
Stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar boðar til aðalfundar þriðjudaginn 21. maí kl. 20:00 í félagsalnum í Skautahöllinni.
14.05.2024
Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
13.05.2024
Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
07.05.2024
Síðastliðna helgi skelltu sér suður í Egilshöll um 30 SA stelpur á aldrinum 10 - 16 ára, ásamt þjálfurum og fararstjórum og spiluðu hokkí við stelpur frá Fjölni og SR.
SA tefldi fram tveimur liðum, annars vegar spiluðu Ynjur í A riðli og Ásynjur í AA riðli en þar er einna helst aldur, reynsla og styrkleiki sem skilur á milli. Ynjur spiluðu við lið frá Fjölnir og Ásynjur gegn liði frá SR.
Þetta er fjórða vorið sem U16 stelpuhelgin er haldin og er mótið spilað sem bikarmót en það er mikilvægt fyrir stelpur að fá þá reynslu að spila gegn stelpum því það er mikill munur á því og að spila með eða gegn strákum.
Leikirnir voru spennandi og fór m.a. Í vítakeppni en svo fór að lið Fjölnis sigraði A riðil og SR AA riðil, óskum við þeim til hamingju með sigurinn.
Hér að neðan má sjá myndir af liðunum, Ynjum og Ásynjum ásamt þjálfurunum Maríu Guðrúnu og Ingu Rakel.
04.05.2024
Hokkídeildin hélt árshátíð sína þann 30. apríl s.l. Alls voru Það 127 manns sem komu saman á Vitanum og fögnuðu nýliðnu keppnistímabili, leikmenn frá U14 og upp úr, foreldrar, félagsmenn og velunnarar. Okkar uppáhalds kokkur, Helgi á Vitanum, sá um ljúffengar veitingar að venju og skemmtileg “highlight” myndbrot frá leikjum vetrarins voru sýnd. Að endingu voru verðlaun veitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér að neðan. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju, þökkum fyrir veturinn og hlökkum til að sjá alla iðkendur aftur á næsta tímabili þó við eigum vissulega eftir að sjá sem flesta á vormótinu sem er framundan nú í maí.
03.05.2024
Um helgina eru skautarar frá okkur að taka þátt í Volvo cup í Riga. Fyrsti keppnisdagur er í dag en stelpurnar byrjuðu allar daginn á æfingu. Ronja Valgý hefur fyrst keppni klukkan 11:40 (8:40 á íslenskum tíma). Freydís Jóna stígur svo á ísinn kl 15:10 (12:10 á íslenskum tíma) með stutta prógrammið sitt. Þær stöllur eru báðar fyrstar í sínum upphitunarhópum Við óskum stelpunum góðs gengis
02.05.2024
Krullumótið IceCup 2024 er nú í gangi í Skautahöllinni en mótið hófst kl. 9 í morgun og verður leikið fram á laugardagskvöld. Það eru 26 lið í mótinu í ár þar af 19 erlend lið frá 6 mismunandi löndum. Mótið í ár er það fjölmennasta sem hefur verið en ásóknin í mótið er það mikil að uppselt er nú þegar á mótið sem verður haldið árið 2025 en þá verð 25 ár liðin frá fyrsta IceCup mótinu. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og fleiru á 2. hæðinni.
01.05.2024
Það er nokkuð um liðið síðan ljóst var að U16 lið okkar, Víkingar væru orðnir Íslandsmeistarar. Það kom í ljós eftir næst síðasta leik liðsins sem fram fór við Fjölni þann 13. apríl að liðið hefði tryggt sér titilinn. Síðasti U16 leikur tímabilsins fór svo fram í skautahöllinni á Akureyri fimmtudaginn 18. apríl, innbyrðis leikur milli SA liðanna Jötna og Víkinga þar sem Jötnar fóru með sigur af hólmi í geysi spennandi leik.
U16 Jötnar enduðu í 3. sæti í mótinu að þessu sinni en leikirnir hafa yfirleitt verið mjög spennandi ekki síst innbyrðis leikir SA liðanna.
21.04.2024
Leikjum U18 liðs SA á tímabilinu lauk nú um helgina þegar liðið skrapp í borgina og lék gegn SR á föstudagskvöldinu og Fjölni á laugardag.
Það var í febrúar sem ljóst var að liðið væri orðið Íslandsmeistari, SA íslandsmeistarar í U18 því hvorugt lið andstæðinganna mundi ná þeim að stigum þó nokkrir leikir væru eftir. Þessi ungmenni eru þéttur og góður hópur þó nokkuð reynslumikilla leikmanna þrátt fyrir ungan aldur þar sem mörg þeirra hafa leikið með landsliðunum okkar um tíma. Þau eru góðir félagar sem hefur skapað góða liðsheild meðal leikmanna og skilað sér í velgengi.
20.04.2024
Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Belgrad í Serbíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir Heimsmeistaramótið í II deild A sem hefst á morgun. Íslenska liðið mætir Króatíu á morgun í opnunarleik mótsins kl. 10:30 á íslenskum tíma. Í riðlinum eru auk Íslands og Króatíu, heimaliðið Serbía, Ástralía, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fylgjast má með úrslitum og tölfræði mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins en við munum einnig deila streymi á leikina á facebooksíðu íshokkídeildar fyrir fyrsta leik.