26.03.2015
Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára er búið að vinna alla leiki sína á heimsmeistaramótinu í III deild A sem fram fer í Taívan. Liðið vann í gær Mexíkó eftir vítakeppni og lagði svo Suður-Afríku í dag með fimm mörkum gegn fjórum.
24.03.2015
SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í Íshokkí í gærkvöld eftir 7-0 sigur á SR. Þetta var í senn 18. titill SA í þessum flokki. Þetta var einnig þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins á jafn mörgum árum svo þetta tímabil telst því til gullaldar en síðasta gullaldartímabil félagsins var á árunum 2001-2005. Meira síðar..
22.03.2015
SA Víkingar unnu fjórða leikinn í úrslitakeppninni í íshokkí 4-1 á föstudagskvöld. Staðan í einvíginu er því 3-1 fyrir SA sem geta tryggt sér titilinn með sigri á morgun en leikurinn fer fram í Laugardal og hefst kl 19.00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á stöð RÚV 2.
22.03.2015
Landslið Íslands í Íshokkí skipað leikmönnum yngri en 18 ára hefja keppni í dag á heimseistaramótinu í III deild A sem fram fer í Taívan. Liðin sem Ísland mætir í keppninni eru Búlgaría, Ísrael, Mexíkó, Suðu-Afríka og Taívan.
20.03.2015
Ég á enn til þessar flís skautabuxur
20.03.2015
SA Víkingar báru sigurorð af SR í gærkvöld, lokatölur 3-1. SA er á komið með tvo sigra en SR einn. Í kvöld fer svo fram 4. leikurinn í úrslitakeppninni en hann hefst kl 19.30 í skautahöllinni á Akureyri.
19.03.2015
SA Víkingar taka á móti SR í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Staðan í einvíginu er 1-1 en SA Víkingar unnu fyrri leikinn í Laugardal 4-0 en töpuðu þeim seinni 4-5.
16.03.2015
SA Víkingar sigruðu SR í gærkvöld í fyrsta leik úrslitkeppninnar sem fram fór í Laugardalnum í Reykjavík, Lokaölur 0 : 4. Næsti leikur er strax í kvöld á sama stað kl. 19.00.