Foreldrar og iðkendur ath!

Dagana 6. - 11. febrúar verður Helga ásamt 3 af okkar skauturum fjarverandi vegna Norðurlandamóts í Finnlandi.  Þær Audrey Freyja, Sigrún Lind og Helga Jóhannsdóttir munu keppa fyrir okkar hönd.  Æfingar verða á meðan í höndum Eriku, Ástu og Heiðu.  Það verður engin breyting á æfingatíma nema nk. sunnudag (sjá lesa meira).  Af-ís mun falla niður hjá ABCDEFG hópum bæði á miðvikudag og sunnudag. Þeir einkatímar sem eru hjá Helgu þessa daga falla líka niður.

Haldið til Finnlands í fyrramálið!

Tilbúnar á Norðurlandamót

Þessi mynd var tekin í kvöld fyrir síðustu æfingu stelpnanna hér heima sem fara á Norðurlandamótið í Finnlandi á morgun.  Æfingin gekk vel í alla staði og eru allar stelpurnar vel stemmdar.  Fylgist með á síðu stelpnanna www.blog.central.is/nm2007.

3 Flokkur

Frábær 6-5 sigur hjá fáliðuðum 3 flokki gegn Bj.

Mfl. leiknum í Egilshöll er lokið

Mér barst um það SMS að eftir 2 lotur var Björnin yfir 4 - 2 en SA hefur greinilega hrokkið í gang í þriðja leikhluta því leiknum lauk með sigri norðanmanna sem settu inn 3 mörk í lotunni og unnu 4 - 5.     GÓÓÓÓÓÓÐIR   SA  ..................

Oldboysmót úrslit leikja

SA-Björninn 2-4

SA-SR 3-3

SR-Björninn 4-3

Minningarót um Magnús Finnsson

Minningarót um Magnús Finnsson verður haldið 2. og 3. febrúar í skautahöllinni á Akureyri.  “Old Boys” lið SA, SR og Bjarnarins munu mætast og spila um Magnúsarbikarinn. Þáttökugjald er kr: 1.000,- pr. mann. Þetta er í annað skiptið sem er spilað um bikarinn og vann SA í fyrra. 

Suðurferð

Meistaraflokkur og 3 flokkur á að mæta klukkan tíu í fyrramálið. Munið eftir greiðslu í rútuna.

Æfingar

4 og 5 flokkur verður saman með æfingu á morgun frá 9-11.

Hanna

Hanna þjálfari er í vikufríi og á að koma aftur til starfa 9. febrúar. Helga og aðrir þjálfarar deildarinnar sjá um þjálfun í fjarveru Hönnu. Fylgist með á heimasíðunni ef æfingatímar breytast.

Einkatímar hjá Hönnu

Þeir sem hafa fengið senda reikninga frá Hönnu fyrir einkatímum geta lagt inn á reikning hennar: 1145-26-003708.     Kt: 290367-2639