21.02.2007
Hér má sjá upplýsingar af vef ÍHÍ um ferð kvennalandsliðsins sem halda mun utan í næsta mánuði til Rúmeníu til keppni á Heimsmeistaramótinu.
Ferðaáætlun,
fararstjórn,
liðsmenn.
21.02.2007
Vegna Íslandsmóts barna og unglinga í Listhlaupi og útselds hóptíma í krullu þá falla niður æfingar 3. til 7.flokks þessa helgi.
20.02.2007
Næsta föstudag verður rennsli á prógrömmum hjá ABCDEFG hópum. Allir mæta í kjólum og með vel greitt hárið eins og í keppni. Munið að hita ykkur upp af-ís eins og þið ætlið að gera á keppnisdaginn. Kv. Helga Margrét
19.02.2007
SA menn fóru til keppni í Egilshöll á laugardaginn síðastliðinn og þar urðu úrslit þau að Björninn vann með 7 mörkum gegn 5 mörkum SA manna.
Kemur næst, Áfram SA...............
19.02.2007
Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 20. febrúar, verða breytingar á flokkaskipan og tímtöflu byrjenda, 7., 6. og 5. flokks. Hér er breytta flokkaskipanin og nýja tímataflan fyrir þá sem ekki hafa hana undir höndum, en allir sem mættu á æfingar síðastliðinn fimmtudag fengu blað yfir þessar breytingar.
19.02.2007
Á Öskudaginn (miðvikudaginn 21. febrúar) verður diskó fyrir 1. og 2. hóp milli 17 og 18! Foreldrar og systkini eru líka velkomin og þeir sem ekki eiga skauta geta fengið lánaða skauta í Skautahöllinni. Allir mega koma með smá nammi með sér og að sjálfsögðu mega allir mæta í búningum!
18.02.2007
Hanna er enn veik. Helga og aðrir þjálfarar sjá um þjálfun næstu daga. Ekki morgun æfing á þriðjudag. Helga er í verknámi og veikindi hafa hrjáð aðra þjálfara því er mikilvægt að fylgist með heimasíðunni varðandi æfingar næstu daga. Gætu breyst með stuttum fyrirvara. :-)
17.02.2007
Hanna þjálfari er veik og því eru smá breytingar á æfingum. Á morgun sunnudaginn 18. febrúar verða æfingar sem hér segir. F og G kl:9:00-10:00 æfing á prógrömmum. 3 hópur er síðan á ís klukkan 10:00-11:00 og afís frá 11:00-12:00. Seinni partinn er F og G á æfingu milli 17:00 -18:00. C, D og E frá 18:00-19:00 og A og B frá 19:00-20:00.
14.02.2007
Aðalfjáröflun Listhlaupadeildar er að pakka öskudagsnammi og selja fyrirtækjum hér í bæ og annars staðar. Við erum byrjuð að pakka og iðkendur og nokkrir foreldrar hafa verið duglegir að bjóða fram aðstoð sína. En nú leitum við til ykkar foreldrar sem hafa kannski smá tíma og bíl til afnota með að keyra út namminu í fyrirtækin. Ef einhverjir hafa t.d. tækifæri til að keyra út að morgni eða strax eftir hádegi þegar flestir eru að vinna. Hafið endilega samband við Allý í síma 895-5804
14.02.2007
Ed Maggiacomo hefur nú valið endanlegan hóp sem
halda mun til Seoul í Kóreu í lok næsta mánaðar til
keppni í 2. deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí. Mikil
spenna ríkir fyrir þessa ferð því liðið er frekar heppið með
riðil og ljóst að allt getur gerst. Mótherjar liðsins verða
Ástralíu, N-Kórea, S-Kórea, Mexíkó og Ísrael. Allir
verða þessir leikir erfiðir en viðureignir Íslands gegn
Mexíkó, Ísrael og Ástralíu hafa verið jafnar og nú er gerð
krafa um verðlaunasæti, sem að þessu sinni er
raunhæfur möguleiki. Leikmenn liðsins eru;