Úrslit úr leikjum helgarinnar

2.flokks leikirnir fóru 9-2 og 6-3 fyrir SA og 3.flokks leikirnir enduðu 4-7 fyrir SR sá fyrri og sá seinni með jafntefli 3-3.

C mót 1. apríl

Vinamót c flokka verður 1. apríl n.k. Þá fáum við Sunnanfélögin í heimsókn. Nánari upplýsingar um leið og þær verða tilbúnar.

Enginn sporatími í fyrramálið

Það er enginn sporatími í fyrramálið þar sem að krulluhópur fær ístímann okkar!

Foreldrafundur

Munið foreldrafundinn í kvöld 18/3. Þar verður kynnt þjálfaramál fyrir 3,4,5 og M hóp. Stjórn listhlaupadeildar

Dagskrá Helgarinnar

Talsvert er um að vera í Skautahöllinni þessa helgina hjá hokkífólki og hér er helgardagskráin svona til glöggvunar.

Laugardagur 17 Mars.
 kl.8-10           Landsliðsæfing
 kl.10-11         Byrjendur.
 kl.17-20         SA-SR 2 flokkur.
 kl.20-22.30    SA-SR 3 flokkur.
Sunnudagur 18 mars. 
 kl.7-9                Leikur Landslið-urval.
 kl.9.15-1130      SA-SR 3 flokkur
 kl.11.30-14.00   SA-SR 2 flokkur.
 kl.17.10-18        7 fl.
 kl.18.10-19        5-6 fl.

Leikir í 2. og 3. flokki um helgina.

Um helgina hefst keppni aftur og að þessu sinni eru það 2. og 3. flokkur SR sem heldur norður yfir heiðar til keppni við SA-menn. Í 2. flokki hefst leikurinn á laugardag klukkan 17.00 og leikur 3. flokks strax á eftir og á sunnudeginum hefjast menn handa klukkan 11.10.    ÁFRAM S.A.!!!!

Heimsmeistaramót kvenna á íslandi 2008??

Á hinni mögnuðu síðu akureyri.net má finna heldur góða frétt sem mun vonandi rætast.

Af-ís tímar frá og með næsta mánudegi (19. mars)

Hér eru af-ís tímar fyrir iðkendur í ABCDEFG hópum, 3. og 2. a og b. Þessi af-ís tímatafla tekur gildi í næstu viku 19. mars og verður í gildi þar til skautatímabili lýkur í vor. Þjálfarar verða Helga Margrét, Audrey Freyja, Erika Mist, Ásta Heiðrún og Heiða Björg

Æfingar 18/3 '07

Sunnudaginn 18/3 falla allar æfingar niður hjá Listhlaupadeild.

Foreldrafundur 18/3 '07

Sunnudagskvöldið 18/3 kl:19:30 verður fundur í Skautahöllinni fyrir foreldra iðkenda í 3. 4. 5. og M. hóp. Kveðja Stjórn Listhlaupadeildar