09.02.2015
Fjórða umferð verður leikin í kvöld.
06.02.2015
Garpar standa vel að vígi eftir 3. umferð Gimli mótsins.
03.02.2015
Helgina 7. og 8. febrúar verða breyttir æfingatímar vegna æfingabúða hjá Hokkýinu.
02.02.2015
Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag í Egilshöll, lokatölur 5-2. Ásynjur höfðu þá þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna og fengu bikarinn afhentan eftir leikinn í Egilshöll. Ásynjur hafa því enn með ekki tapað leik á tímabilinu og fóru í gegnum tímabilið ósigraðar en þetta var þeirra síðasti leikur á tímabilinu og þær hafa því nægan tíma til þess að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið.
02.02.2015
Þriðja umferð verður spiluð í kvöld.
02.02.2015
Víkingar töpuðu í gærkvöld á heimavelli fyrir Birninum, lokatölur 3-4. Víkingar voru sterkari aðilinn framan af en misstu dampinn þegar á leið og Björninn gekk á lagið. Víkingar eru þó enn efstir í deildinni en forystan á Björninn hefur heldur rýrnað og er nú 5 stig.
30.01.2015
Á fundi stjórnar LSA síðastliðin þriðjudag óskaði Halldóra formaður LSA eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Ingibjörg varaformaður tók við keflinu af Halldóru fram á vor. Við þökkum Halldóru góð störf í þágu félagsins og óskum henni góðs gengis í framtíðinni.
29.01.2015
Víkingar völtuðu yfir Esju í Laugardal í gærkvöld, lokatölur 12-1. Víkingar voru án Orra Blöndal, Hilmars Leifssonar og Einars Valentine sem eru allir meiddir auk Sigurðar Reynissonar sem er enn fjarverandi. Matthías Már Stefánsson fékk sitt annað tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði sitt fyrst mark í meistaraflokki og átti þar að auki mjög góðann leik.