04.11.2013
Í kvöld fer fram lokaleikur Akureyrarmótsins í krullu. Verðlaunaafhending verður mánudaginn 11. nóvember, við upphaf Gimli Cup.
04.11.2013
Skráning í næsta krullumót, Gimli Cup, er hafin. Leikið verður á mánudagskvöldum í nóvember og fram í desember. Ef fresta þarf leik verður spilað á miðvikudagskvöldi.
31.10.2013
Vegna ábendingar um þrengsli á tilteknum tímum hefur niðurröðun í búningsklefa á þriðjudögum og fimmtudögum verið breytt í samráði við yfirþjálfara.
30.10.2013
Fálkar hirtu öll stigin þegar þeir komu í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í gærkvöldi og mættu Jötnum. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 2-3 (0-2, 2-1, 0-0).
29.10.2013
Lið Mammúta er Akureyrarmeistari í krullu og fór taplaust í gegnum mótið. Ice Hunt tryggði sér annað sætið. Eftir er að leika einn frestaðan leik.
29.10.2013
Jólin nálgast, góður sölutími núna.
29.10.2013
Í kvöld kl. 19.30 mætast Jötnar og Fálkar á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.
28.10.2013
Þær Pálína Höskuldsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir og Kolfinna Ýr Birgisdóttir unnu sína flokka í Bikarmóti ÍSS um helgina. SA-stelpur náðu sér í alls átta verðlaun.
28.10.2013
Í kvöld, mánudagskvöldið 28. október, fer fram lokaumferð Akureyrarmótsins í krullu.
28.10.2013
Björninn sigraði Víkinga í leik liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí á laugardag. Lokatölur urðu 5-1. Tíu mínútna kafli í þriðja leikhluta þar sem Víkingar voru 1-2 fleiri dugði þeim ekki til að skora. Þriðji flokkur vann einn leik af fjórum á helgarmóti í Laugardalnum.