Krulluæfing í kvöld, kanadísk heimsókn

Það verður krulluæfing kl. 21 í kvöld. Kanadísk hjón koma í heimsókn og taka leik með okkur.

Æfingamót

Vegna þess að ekki gefst tækifæri til að halda innanfélagsmót hér heima fyrir fyrsta ÍSS mótið, sem verður helgina 29-30 september, þá höfum við ákveðið að hafa æfingamót sunnudaginn 16. september n.k. kl 17:15 (á æfingatíma 1. og 2. hóps). Þetta verður nokkurskonar generalprufa fyrir stelpurnar þar sem þær koma í kjólum og greiddar eins og um mót væri að ræða og fara í gegnum prógrömmin eins og á alvöru móti. Það verða engir dómarar en Iveta mun fylgjast með og fara svo í gegnum með stelpunum hvað var vel gert og hvað þær geta bætt.

Pítsuveisla, krulluæfing og fyrsta mót

Pítsuveisla og krullæfing mánudaginn 17. september. Akureyrarmótið hefst mánudaginn 24. september.

Víkingar - SR og Ynjur - SR (breyting)

Laugardaginn 15. september verður sannkölluð hokkíveisla í höllinni - tveir meistaraflokksleikir í boði og engin afsökun fyrir því að mæta ekki og hvetja liðin okkar. Athugið: Breyting á kvennaleiknum, Ynjur spila við SR (ekki Ásynjur).

Tap gegn Birninum eftir góða byrjun

Víkingar byrjuðu Íslandsmótið af krafti og náðu þriggja marka forskoti gegn Birninum í fyrsta leik Íslandsmótsins, en Bjarnarmenn svöruðu með fjórum mörkum. Lokatölur 4-3.

Borga pappír:

Þeir sem að seldu pappír í ágúst meiga leggja inn :

Fyrsti leikur Víkinga

Íslandsmótið í íshokkí er hafið. SA Víkingar spila syðra um helgina.

Ynjur vs Ásynjur 3 : 4 í framlengdum leik gærkvöldsins

Fyrsti leikur vetrarins var spilaður í gærkvöld hér í Skautahöllinni og Ásynjur mörðu sigur á þriðju mínútu í framlengingu eftir að hafa jafnað þegar 18 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Tímatafla veturinn 2012-2013

Tímatöflu vetrarins 2012-2013 má nálgast í valmyndinni hér til vinstri. Ekki er komin staðfesting á tímasetningu á afís í laugagötu en það verður á næstu dögum. Einnig varða að breyta tíma hjá 4 flokk (byrjendahóp) á mánudögum vegna þjálfaramála.

Byrjendahópar

Byrjendahópar Æfingar hjá byrjendahópum byrja mánudaginn 3 september klukkan 16.40. Öllum er velkomið að koma og prófa frá 3 - 12 sept. Æfingarnar eru á mánudögum frá 16.40 - 17.20 og miðvikudögum klukkan 16.40 - 18.00. Hlökkum til að sjá ykkur í skautahöllinni.