Ice Cup: Vinna í dag - námskeið í kvöld kl. 20

Krullufólk er velkomið til vinnu við svellið og búnað í allan dag. Verkleg kennsla við ísgerð, umhirðu steina og fleira. Stutt námskeið eða spjall um kl. 20 (breyttur tími).

Engin æfing hjá 6.flokk á miðvikudaginn

Einnig eru engar afísæfingar á morgun, 1.maí.

Ice Cup - dagskrá og reglur

Nú er ýmislegt að skýrast varðandi fyrirkomulagið á Ice Cup. Liðsstjórar og aðrir þátttakendur eru beðnir um að kynna sér vel allar upplýsingar um framkvæmd mótsins.

Krulluvika í Skautahöllinni

Alþjóðlega krullumótið Ice Cup fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um komandi helgi, 3.-5. maí. Krulludeildin hefur því svellið alveg fyrir sig frá sunnudagskvöldi, 29. apríl, til að undirbúa það fyrir mótið.

Vikan 30. apríl - 5. maí og æfingar fyrir vorsýningu

Vegna Ice Cup krullumótsins höfum við engan ís þessa viku

Aðalfundur LSA

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldin í fundarherbergi skautahallarinnar miðvikudaginn 16. maí kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn LSA

Hátt í 200 krakkar keppa í íshokkí þessa helgina

5., 6. og 7. flokkur keppa á stórmóti í Laugardalnum

Breyttar vorsýningaæfingar hjá 1. og 2.hóp um helgina

Örlitlar breytingar eru á vorsýningar æfingum hjá 1. og 2.hóp um helgina.

Vormót Krulludeildar: Kristján Þorkelsson sigraði

Góður árangur fyrr í mótinu dugði til að halda forystunni. Sótt að forystusauðnum í lokaumferðunum.

Alþjóðlega krullumótið Ice Cup: 14 lið, þar af þrjú erlend

Hápunktur og lok krulluvertíðarinnar nálgast. Ice Cup, alþjóðlega krullumótið, verður haldið dagana 3.-5. maí í Skautahöllinni á Akureyri. Tólf Bandaríkjamenn og einn Skoti á leið til landsins.