Drög að tímatöflu haustannar 2011

Hér eru drög að tímatöflu LSA haustönn 2011. Æfingar samkvæmt tímatöflu hefjast sunnudaginn 21 ágúst. Búið er að breyta nöfnum á hópunum, A hópur sem var í fyrra er nú hópur 1 samkvæmt timatöflunni, B hópur er 2, C hópur er 3, hópur 4 eru skautarar sem eru að draga sig úr keppni en vilja halda áfram að skauta. Betri útfærsla/skýring á nöfnum hópanna kemur síðar.

Hér má sjá drög að hópaskiptingu en endanleg hópaskipting verður klár eftir 1 -2 vikur. 

PAPPÍRSSALA

Bara benda ykkur á að öll sala á pappír er einstaklings fjáröflun ekki hóp fjáröflun, þ.e. ágóðinn af því sem að þú selur fer í þinn vasa.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

Seinasta vika ágústbúða að fara að byrja og æfingar samkvæmt tímatöflu hefjast 20 ágúst

Nú er seinasta vika ágústbúðanna að fara að byrja, búðirnar eru búnar að ganga vel og allair hafa staðið frábærlega.

Æfingar samkvæmt tímatöflu hefjast laugardaginn 20 ágúst og verður tímatafla 2011-2012 birt strax í byrjun næstu viku.

Það eru laus pláss í seinustu viku æfingabúðanna ef það eru einhverjir sem vilja taka forskot á veturinn og taka þátt í seinustu vikunni endilega hafið samband formadur@listhlaup.is 

Hokkíið er að lifna úr dvala sumarsins

Byrjendabúðir fyrir krakka sem fæddir eru ´01 til ´06 hefjast 15. ágúst. innritun á hockeysmiley@gmail.com  sjá augl. í N4 dagskránni.

Hokkíkrakkar hafa verið á fullri ferð þessa viku, þau yngri mæta 7,30 á morgnana og fram í hádegið og þá taka við eldri krakkar og klára daginn uppúr hálf fimm. Báðir hóparnir byrja tímann sinn á ís og enda á ís, en þar á milli eru margar metnaðarfullar afísæfingar og þrautir. 

Meistaraflokur Karla og Kvenna : ÆFINGAR/scrimmages

Tilkynning frá Söru. Næstu þriðju og fimmtudaga eru tímar fyrir kvennaflokk kl. 20 til 21 og karlafllokk kl. 21 til 22. Verð 3000 pr haus fyrir 6 skipti. Byrjar í kvöld 2. ágúst.

PAPPÍR fjáröflun , WC. og eldhúsrúllur.

Nú er sumarfríið búið og skauta æfingabúðirnar byrjaðar og nú er tími til fjáröflunar. Þeir sem hafa áhuga og geta selt pappír til fjáröflunar, fyrir t.d. æfingabúðunum, haft samband við mig.Þið sem ekki seljið pappír en hafið áhuga á að kaupa hann og styrkja æfingabúðirnar geta haft samband og ég redda ykkur pappír.

ATH. ekki sækja pappír fyrr en búið er að hafa samband við mig og ég búin að svara., það er smá breyting....

Allý / allyha@simnet.is -- 895-5804

 

Íbúð óskast til leigu

Krullufólki bætist liðsstyrkur í haust. Kanadískur krullumaður óskar eftir aðstoð við að finna sér leiguíbúð.

Ný tímatafla fyrir viku 3 og breytt hópaskipting

Hér eru tímatöflur skautabúða í ágúst, birt með fyrirvara um breytingar eftir að endanleg hópaskipting er.

Vika 1

Vika 2

Vika 3

Kátt í höllinni um Versló

Skautadiskó föstudagskvöldið 29.júlí kl:19:30-22:00
Opið laugardaginn 30.júlí kl:13:00-16:00

 600 kr. inn, skautar og hjálmar fylgja. Frítt fyrir leikskólabörn í fylgd með fullorðnum.

"Hokkíæfingar" fyrir 3., 2., Mfl. og OldBoys

Á þriðju og fimmtudagskvöldum kl. 20,00 til 21,00 verður hokkítími fyrir þá sem vilja mæta, verðið er 1000 kall á haus fyrir hvert skipti.