Jötnar mæta Víkingum í kvöld kl. 19.30

Í kvöld kl hálf átta spila Jötnar gegn Víkingum. Í síðasta leik liðanna tóku Víkingar Jötna í kennslustund og unnu 12-2 en leikinn þar á undan unnu Jötnar með þremur mörkum gegn tveimur svo þarna er greinilega ekkert sjálfgefið og vel þess virði að leggja leið sína í höllina og skemmta sér yfir góðum hokkíleik. Við verðum með prufuútsendingu á netinu live í mynd, tengill verður settur inn á eftir.

Nýársmót Krulludeildar - upphitun fyrir Íslandsmótið

Nýársmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 5. janúar.

Íþróttafólk ársins 2010

Aðalstjórn heiðraði á dögunum sitt besta íþróttafólk árið 2010 og boðið var til kaffisamsætis í Skautahöllinni að því tilefni.  Fyrst stóðu allar deildir fyrir vali á sínu íþróttafólki en fyrir valinu urðu;
Krullumaður ársins:  Jens Gíslason
Listhlaupari ársins:  Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Íshokkíkona ársins:  Guðrún Blöndal
Íshokkímaður ársins:  Jón Gíslason

Þegar val deildanna lá fyrir beið aðalstjórn það vandasama verk að velja íþróttamann félagsins 2010 sem síðan mun halda áfram í valið um íþróttamann Akureyrar 2010.  Aðalstjórn valdi Jón Benedikt Gíslason sem íþróttamann Skautafélags Akureyrar 2010 og er hann líkt og hin sem heiðruð voru, vel að sínum titli kominn.  Jón á að baki glæsilegan feril í íshokkí, ekki síst á árinu sem var að líða, sem fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins og sem bronsverðlaunahafi með landsliðinu frá Heimsmeistaramótinu í vor og síðast en ekki síst íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands.

 

Samherjastyrkur - þakkir.

Í gær veitti útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu samtals upp á 75 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu og er þetta þriðja árið í röð sem Samherji veitir þessa styrki.

Skautafélag Akureyrar hefur notið þessa framlags og gær tók undirritaður við styrkloforði samtals að upphæð kr. 3,2millj.  Styrkurinn er tvískiptur því annars vegar er um að ræða kr. 2.500.000.- til barna og unglingastarfs sem gagngert er notað til þess að greiða niður æfingagjöld barna og unglinga 16 ára og yngri.  Skautafélagið hefur haft þann háttinn á undanfarin tvö ár að útdeila styrknum haustið eftir veitingu og deila honum jafnt til iðkennda bæði listhlaupa- og hokkídeildar til lækkunar á æfingagjöldum.

Hins vegar var svo um að ræða kr. 700.000.- sem sérstaklega eru ætlaðar meistaraflokkum félagsins í íshokkí.

Krullumaður ársins: Jens Kristinn Gíslason

Jens Kristinn Gíslason var í gær heiðraður sem krullumaður ársins 2010.

Áramótamótið - Léttfeti sigraði

Góð þátttaka, góð stemning, gott mót.

Víkingar unnu Jötna 12 - 2

Í kvöld mættust heimaliðin Víkingar og Jötnar í Skautahöllinni á Akureyri.   Eftir að hafa tapað síðasta leik voru það Víkingar sem unnu að þessu sinni 12 – 2 sigur.  Víkingarnir voru brenndir eftir tapið síðast og mættu einbeittari til leiks að þessu sinni.  Veigar Árnason, ungur markmaður sem er að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki, hóf leikinn fyrir Jötna og fékk á sig nokkur mörk strax í upphafi leiks áður en honum var skipt út fyrir Einar Eyland.  Þeir stóðu sig báðir engu að síður vel en á tímabili rigndi yfir þá skotum.

Vikingar - Jötnar LIVE

Slóðin er hér > http://www.ustream.tv/channel/vikingar---jotnar-28-des-2010

staðan er 1 - 0 og 13 min eftir af 1 lotu,    siggi sig var að skora 2 - 0  hann skorar aftur  3 - 0  12 min eftir af 1 l

vik skora 4 - 0      syaðan orðin 5 - 0        6 - 0   4 min eftir  1 min eftir

2.lota byrjuð og vikingar búnir að skora 7. markið staðan 7-0,    11 min eftir af lotunni Siggi Sig skorar 8. markið eftir stoð frá simma  staðan 8-0  9 min eftir  vikingar skora aftur  staðan 9-0 ,   vik fá brottv. gunnar dari  2 min 7 min eftir.   vik með fullt lið  5,2 min eftir af lotunni,   geira jötni visað af velli fyrir triping 2min eftir

3. leikhluti er hafinn og vik fengu 2 min fyrir bekkinn og spila 4, andri mik skorar eftir stoð frá andra frey staðan 10-0 17,5 min eftir, geiri fær 2 fyir triðing og vik skora  jói og stoð orri blö einum fleiri staðan 11-0,  andri már fær útilokun frá leik fyrir óíþróttamannlega hegðun númer 17 situr í 2 fyrir liðið,  15 min eftir,  Jötnar skora power play mark jón gisla með stoð frá stebba staðan 11-1 , 13,5 min eftir og geiri fer í sturtu on númer 18 situr fyrir liðið í 2 min og andri sverris fær líka 2   spilað 4 á 4,    bæði lið leika fullskipuð,    josh skorar fyrir vik  12-1  11 min eftir,  stebbi skorar fyrir jötna eftir stoð frá jóni staðan 12-2  10 min eftir,  7,3 min eftir josh og helgi fara í boxið spilað 4 á 4, jötnar leika með fullskipað lið,  4 min eftir, vik fá víti simmi tekur það og bann skýtu framhjá. bæði ið nú full skipuð,   3 min eftir,,, 2 min eftir, 1 min eftir,  leik lokið

Víkingar - Jötnar í kvöld kl. 19:00


Nú er kominn tími á að hokkímenn hristi af jólaspikið því á morgun verður derby-leikur hér í heimabæ hokkísins þegar Víkingar og Jötnar mætast.  Þessa leiks er beðið með nokkurri eftirvæntingu því síðast þegar liðin mættust ætlaði allt um koll að keyra en leiknum lauk með 3 – 2 sigri Jötna og þjálfari liðsins var m.a. sendur í sturtu.

Tilkynning frá Íþróttaráði

Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í móttöku sem haldin verður í Íþróttahöllinni í dag þriðjudaginn 28. desember kl. 16:15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig.

Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 212 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn, þjálfarar þeirra og forystumenn íþróttahreyfinga á Akureyri sjái sér fært að koma til athafnarinnar.
Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.