Skautabuxur - töskur og mjúkar hlífar
Enn eru til skautatöskur munstraðar og einlitar, Mondor skautabuxur svartar og mjúkar skautahlífar
Allý - allyha@simnet.is / 8955804
Enn eru til skautatöskur munstraðar og einlitar, Mondor skautabuxur svartar og mjúkar skautahlífar
Allý - allyha@simnet.is / 8955804
Skrá skal keppendur á Vetrarmót ÍSS 18-20 feb Hér. Skráningarfrestur keppenda á Vetrarmót ÍSS rennur út 20 janúar og ekki verður tekið við skráningum eftir það. keppnisgjöld eru 3500 fyrir eitt prógram og 5500 fyrir tvö prógröm. Leggja skal keppnisgjöld inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060, senda kvittun á didda@samvirkni.is. Hafi keppandi ekki skráð sig að skráningarfresti loknum né borgað keppnisgjöldin er litið svo á að skautarinn ætli ekki að taka þátt. Samþykkt var á foreldrafundi A og B keppenda að hópferð verður farin á Vetrarmót og því þarf fararstjóra í þessa ferð.
Það er hokkíveisla í Skautahöllinni þessa helgi. Hún byrjaði með leik í 3.fl. rétt fyrir 10 í gærkvöldi ( já þið lásuð þetta rétt ) og hélt áfram í morgun kl. 08,00 og verður svo fram haldið í dag og svo er leikið til úrslita í fyrramálið, dagskránna má skoða hér.
Kl 21.10 í kvöld er svo Leikur í Meistaraflokki karla þar sem eigast munu við SA-Víkingar og Björninn sem kemur til að sjá og sigra ( sá það á heimasíðu þeirra ) en nokkuð er víst að Víkingar munu að fornum sið berjast til síðasta dropa og hvergi gefa eftir. Hörkuskemmtun í Skautahöllinni og skorað á fylgismenn og aðdáendur að mæta og standa fyrir stemmingu sýnu liði til stuðnings. Áfram SA ..........
Nú standa yfir Alþjóðaleikar Reykjavíkurborgar og í ár verður keppt í 12 íþróttagreinum, þar á meðal í listhlaupi og fer keppnin fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Keppendur sem skráðir eru til leiks í listhlaupi eru 87 talsins og koma þeir frá öllum aðildarfélögum ÍSS auk keppenda frá Danmörku, Noregi, Finnlandi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Slóvakíu.
Frá Skautafélagi Akureyrar fara 10 keppendur en það eru:
Í flokki 12 ára A
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
- Sara Júlía Baldvinsdóttir
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
- Guðrún Brynjólfsdóttir
Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir
Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir
- Birta Rún Jóhannsdóttir
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir
Í kvöld fór fram leikur í Íslandsmóti kvenna hér í Skautahöllinni og að þessu sinni voru það Akureyrarliðin Valkyrjur og Ynjur. Um var að ræða hörkuleik sem var jafn alveg fram á síðustu mínútu. Liðin skiptust á að skora en það voru Ynjur sem opnuðu reikninginn á 11. mínútu með marki frá Þorbjörgu Geirsdóttur (Geirssonar). Anna Sonja Ágústsdóttir (Ásgrímssonar) jafnaði leikinn nokkru mínútum síðar og þannig stóðu leikar eftir fyrstu lotu.
Í 2. lotu var áfram allt í járnum og hvort lið náði að setja tvö mörk og breyta stöðunni í 3 - 3, en það voru þó Ynjurnar sem voru skrefi framar og Valkyrjur eltu. Mörk Valkyrja skoruðu Birna Baldursdóttir og Guðrún Blöndal en hjá Ynjum voru það Telma Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir.
Í 3. lotu hélt jafnræðið áfram fram í miðbik lotunnar en þá skoraði Birna Baldursdóttir sigurmarkið óstudd þegar Valkyrjur voru einum leikmanni færri, og Sarah Smiley fylgdi í kjölfærið og bætti við 5. markinu einnig „short handed“. Síðasta mark leiksins átti svo Birna sem fullkomnaði þrennuna sína þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.