Íslandsmótið: Reglur

Krullufólk er hvatt til að kynna sér vel reglur mótsins og krullureglurnar almennt.

Íslandsmótið: 2. umferð

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. febrúar, fer fram önnur umferð Íslandsmótsins.

Víkingar mörðu sigur í framlengingu; 4 - 3

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi leikur á milli liðanna úr heimabæ hokkísins, Jötna og Víkinga.  Víkingar voru taldir sigurstranglegri aðilinn fyrir þennan leik en þó varð að taka tilllit til þess að Jötnar hafa verið á mikilli siglingu upp stigatöfluna að undanförnu og hafa náð í stig síðustu leikjum gegn SR og Birninum.  Það voru svo Jötnarnir sem fóru betur af stað og komust í 3 - 0 í fyrstu lotu á meðan Víkingar virtust heillum horfnir.  Þeir náðu þó að klóra aðeins í bakkann þegar Andri Mikaels skoraði eftir frákast frá Orra Blöndal.  Mörk Jötnanna skoruðu Stefán Hrafnsson og Mr.LeCunt.

Fleiri götur í dag

Það má sækja fleiri götur og bæklinga heim til mín í dag í Grundargerði 8a kl 16:30. kv. Hilda Jana 8647415 hildajana@gmail.com 

Íslandsmótið: Úrslit fyrstu umferðar

Garpar, Mammútar og Víkingar unnu leiki fyrstu umferðar.

Afhendi lista í dag

Minni á að ég afhendi lista vegna endurvinnslunnar í dag kl 18 í Skautahöllinni, sjáumst hress. Nánari upplýsingar s. 8647415 hildajana@gmail.com

Myndir úr leik Jötna og Bjarnarins.

Tvö myndasöfn eru frá þessum leik. Sigurgeirs er hér og Elvars hér.

Jötnar - Björninn 7 - 3

Jötnar tóku Bjarnarmenn í bakaríið í Skautahöllinni í kvöld og lögðu þá að velli með 7 mörkum gegn 3.   Bjarnarmenn eru aðeins svipur hjá sjón ef miðað er við liðið frá því í fyrra sem fór alla leið í 5. leik í úrslitum.  Leikurinn var þó jafnari en tölurnar gefa til kynna en pökkurinn féll ekki Bjarnarmegin en þeir áttu fleiri skot á markið en Jötnar.  Sæmundur Leifsson var góður í markinu og ólánið elti gestina, allt hjálpaðist að.


Loturnar í kvöld fóru 2 – 1, 3 – 1 og 2 – 1, og Jötnar aldrei í teljandi vandræðum með gestina.  Jötnar stilltu upp 20 manna liði í kvöld og allri fengu ístíma.  Birgir Örn Sveinsson skorað sitt annað mark á ferlinum og ætlar greinilega að koma sterkur inn á endasprettinum.  Annar nýliði, Birgir Þorsteinsson, ungur og efnilegur 16 ára leikmaður skoraði 3. mark leiksins og sitt fyrsta mark í meistaraflokki eftir sendingar frá Jóa Leifs og Pétri Sigurðssyni.

 

Jötnaleikur í kvöld

Í kvöld kl 19:30 taka Jötnar á móti Bjarnarmönnum í Skautahöllinni á Akureyri.  Jötnar unnu síðustu tvö leiki gegn þeim í síðustu viku og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar.  Ætli þeir sér að halda sæti sínu dugar ekkert annað en sigur í kvöld.

Íslandsmótið hefst 31. janúar

Sjö lið skráðu sig til leiks í Íslandsmótinu að þessu sinni. Ákveðið hefur verið að ekki fari fram úrslitakeppni.