Myndir U18

Ég var að skoða mig um á netinu og rakst á síðu sem hafði myndir af U18 landsliðinu í Kína. Endilega skoðið þær...

 

Skautaskóli

Krakkar athugið!

Skautaskóli fyrir börn fædd árið 2003 og fyrr. Verður dagana 8, 10, 13, 15 og 17. Ágúst frá  kl:15:00-16:30. Frábært tækifæri fyrir hressa krakka að leika sér á skautum að sumri til! Góð hreyfing, skemmtilegir leikir og góð þjálfun á skautum.  Verð 5.500. krónur. Innritunarupplýsingar. Allý Halla allyha@simnet.is s:895-5804.

Hlökkum til að sjá sem flesta, stráka og stelpur.

 

Stjórn Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar.

Tímatafla æfingabúða

Hér í neðst í valmyndinni til vinstri er tímatafla æfingabúða. Allir þátttakendur fá síðan tímatöfluna afhenta útprentaða 24. júlí þegar þeir mæta fyrsta daginn á ísinn.

Fystu 3 dagana, 24., 25. og 26. júlí verða stuttir dagar (sjá tímatöflu fyrir þessa 3 fyrstu daga í frétt hér fyrir neðan) og ekki nauðsynlegt að koma með nesti. Frá 27. júlí - 5. ágúst meðan börnin frá Nottingham verða í heimsókn hjá okkur verður boðið upp á léttan hádegisverð (súpu, jógúrt, skyr og brauð) að kostnaðarlausu en að sjálfsögðu er öllum frjálst að koma með nesti ef þeir kjósa það frekar. Frá 7. ágúst til 17. ágúst verður ekki boðið upp á hádegisverð og börn beðin um að koma með hollt og næringarríkt nesti. 

Allir verða að muna að mæta a.m.k. 30 mínútum áður en æfingabúðirnar byrja hvern dag.

Munið að mæta ALLTAF í viðeigandi íþróttaklæðnaði á allar æfingar, með bæði föt til að vera á ís og af-ís, góða íþróttaskó, sippuband og vatnsbrúsa.

Mikilvægt er að fara alltaf eftir fyrirmælum þess sem þjálfar, bæði á ís og afís og vera kurteis og sýna íþróttamannslega framkomu í einu og öllu.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Helgu Margréti í e-mail helgamargretclarke@gmail.com

S.A.

SA strákar í íshokkískóla í Kanada

 

Ný aðalstjórn

Á aðalfundi Skautafélags Akureyrar sem haldinn var 17. maí s.l. var kosin ný stjórn.  Stjórnina skipa eftirtaldir aðilar;

Ólafur Hreinsson – formaður
Ólöf Sigurðardóttir – varaformaður
Dröfn Áslaugsdóttir – gjaldkeri
Sigurður Sigurðsson – ritari
Davíð Valsson – meðstjórnandi
Brynjólfur Magnússon – meðstjórnandi
Helga Margrét Clarke - meðstjórnandi

Stjórnin hefur nú hafið störf því nú styttist óðum í  upphaf nýs tímabils en æfingar munu hefjast hjá Listhlaupadeild þann 24. júlí n.k.

Æfingabúðir

Sjá "lesa meira"

Síðasti skautapöntunardagurinn

Síðasti skautapöntunardagurinn verður miðvikudaginn næsta 11. júlí kl. 19:30. Það er mikilvægt að þeir sem þurfa nýja skauta eða vilja fá ráð í sambandi við skautana mæti því Helga fer erlendis 16. júlí og kemur ekki til landsins fyrr en daginn áður en skautaæfingabúðirnar verða.

Narfi.is

Narfi frá Hrísey hefur opnað nýja heimasíðu.

Skautapantanir

Frekar dræm mæting var á skautapöntunardaginn sl. mánudag. Ég hvet alla til að máta skautana og athuga hvort þeir muni endast næsta vetur því það getur tekið allt upp í mánuð að fá nýja skauta! Annar skautapöntunardagur verður auglýstur næstu daga og er það jafnframt sá síðasti. Fylgist vel með! Ef þið komist ekki þá en þurfið að panta skauta hafið samband við Kristínu Kristjánsdóttur (8562427) sem allra allra fyrst, sérstaklega þeir sem munu taka þátt í æfingabúðunum.

Upplýsingar um æfingabúðir!

Upplýsingar um æfingabúðir undir "lesa meira"