Fundur fyrir A & B fimmtudagskvöld 19. feb

Foreldrafundur verður fimmtudagskvöldið 19. febrúar klukkan 20 í skautahöllinni á Akureyri í fundarherberginu sem er í skautahöllinni, um fyrirkomulag keppnisferðar á Barna- og unglingamót í Reykjavík, sem fram fer helgina 27. febrúar til 1. mars.

Myndir frá leik SA-SR 13. og 14. feb

 Hægt að skoða þær hér föstudag og hér laugardag.

Nammi pökkun á morgunn miðvikudag.

Nú höldum við áfram að pakka og reynum að klára. 5. hópur komið í pökkun eftir æfingu á miðvikudaginn kl. 17:15 - 19:00  6. hópur komið þið eftir ykkar æfingu kl. 19:05 - 20:00.  Svo sjáum við til hvort við þurfum að mæta á fimmtudaginn til að klára, fylgist með heimasíðu 3. og 4. hópur koma kannski og klára.

Kristín og Allý

Grunnpróf ÍSS - Basic test

Hér neðst í valmyndinni til vinstri má finna upplýsingar varðandi grunnpróf ÍSS sem fram fara nú í vor fyrir iðkendur í keppnisflokkum 12 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B og 8 ára og yngri A og B. Vinsamlegast kynnið ykkur það sem þar stendur og einnig inn á heimasíðu Skautasambands Íslands.

Breytingar á æfingatímum á sunnudagsmorgnum

Æfingatímar á sunnudagsmorgnum hafa breyst lítillega. Búið er að sameina 6. og 7. hóp og lengja æfingatíma hvers hóps, einnig er búið að lengja opna tímann. Opni tíminn er nú orðinn heil klukkustund og er aðallega ætlaður til æfinga fyrir basic test í vor en allir eru að sjálfsögðu velkomnir á þennan tíma til að æfa sig :) Undir "Ís- og afístímatafla 2008-2009" má sjá breytingarnar.

Einkatímar í listfengi fyrir prógröm/dansa

Sigrún Lind Sigurðardóttir ein af okkar toppskauturum í gegnum árin mun nú bjóða iðkendum LSA upp á einkatíma í túlkun og listfengi í prógrömmum/dönsum. Sigrún Lind hefur alla tíð sem skautari fengið lof frá dómurum og öðrum þjálfurum fyrir fágaðan skautastíl og túlkun. Hún hefur áhuga á að bjóða upp á einkakennslu fyrir þá iðkendur sem áhuga hafa og keppa fyrir félagið í keppnisflokkum A, B og C. Hver tími eru 20 mín og kostar tíminn 500 kr. Undir lesa meira má finna upplýsingar um hvernig panta á tíma.

Þriðja umferð deildarkeppninnar.

Þriðja umferð verður leikin á miðvikudagskvöld.

Þremur leikjum í annari umferð lokið

Tveir leikir fóru fram í kvöld. Skyttur sigruðu Garpa og Víkingar sigruðu Riddara. Einum leik frestað.

WC PAPPÍR OG ELDHÚSRÚLLUR

Þeir sem hafa áhuga á að selja pappír fyrir næstu suður ferð þurfa að láta mig vita nú í vikunni eða í síðasta lagi á fimmtudagskvöld, áætlað er að afhenta á föstudag, mánudag.

Allý, s - 8955804 - allyha@simnet.is

Íshokkí á Indlandi

Já nokkrir leikir fóru fram á Indlandi fyrir stuttu. "High lights" má sjá hér