15.01.2017
Stelpurnar okkar sex stóðu sig glimrandi vel og komu heim með 3 gull verðlaun, ein silfur verðlaun og 2 viðurkenningar.
15.01.2017
Sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn fór fram Akureyrarmótið í Listhlaupi.
13.01.2017
Kristján Sævar Þorkelsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullufólk ársins 2016.
13.01.2017
Hið árlega Áramótamót Krulludelidar fór fram 30. desember sl.
12.01.2017
Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina þegar Frostmótið fer fram en það er barnamót yngstu aldursflokkanna í íshokkí. Um 130 keppendur eru skráðir til leiks frá SA, SR og Birninum en spilað verður á laugardag frá kl 8.00-19.45 og svo aftur á sunnudag frá kl 8.00-12.55 en í lok móts verður verðlaunaafhending og pítsuveisla fyrir keppendur. Dagskrá mótsins má finna hér.
11.01.2017
Fjórir ungir drengir úr SA lögðu í dag af stað til Nýja-Sjálands með U-20 ára landsliði íslands í íshokkí þar sem þeir munu taka þátt í Heimsmeistaramótinu í íshokkí U-20 3. deild. Ferðalagið er langt og tekur það liðið um tvo sólahringa að ná áfangastað en fyrsti leikur í mótinu er 16. janúar þegar liðið mætir Ísrael.
11.01.2017
Í gærkvöld fór fram toppslagur í Hertz-deild kvenna í íshokkí þegar Ásynjur og Ynjur mættust í hörkuleik í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn var nokkuð jafn en Ásynjur báru sigur úr bítum, 4-2. Varnarmaður Ásynja, Guðrún Marín Viðarsdóttir var með þrennu í leiknum og markmaðurinn Guðrún Katrín Gunnarsdóttir átti hreint stórleik milli stanganna á móti sterkum skotmönnum Ynja.
10.01.2017
Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur og Andra Má Mikaelsson íþróttafólk félagsins fyrir árið 2016. Stjórn SA samþykkti nýverið að velja bæði íþróttakarl og íþróttakonu sem íþróttafólk félagsins í stað eins íþróttamanns eins og áður hefur tíðkast en þetta er í samræmi við nýjar reglur í vali ÍBA þar sem verður einnig valinn íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2016. Emelía og Andri munu því bæði koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar fyrir árið 2016.
09.01.2017
Þá eru æfingarnar komnar í gang á nýju ári hjá listhlaupinu. Æfingar hjá byrjendahópnum (4.hóp) eru á mánudögum frá 16:30-17:10 með afís frá 17:15 - 18:00 og á miðvikudögum frá 17:25-18:05.
09.01.2017
Sæl öll og gleðilegt nýtt ár.