Úrslitakeppnin í meistaraflokki kvenna hefst á morgun

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á morgun, þriðjudag kl 19.30. Ásynjur taka þá á móti Birninum en það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum verður Íslandsmeistari. Ásynjur eiga Íslandsmeistaratitil að verja en þær eru einnig deildarmeistarar í ár og eru ósigraðar á þessu tímabili. Annar leikurinn í úrslitakepnninni fer fram í Egilshöll fimmtudaginn 26. mars og sá þriðji (ef til hans kemur) laugardaginn 28. mars á Akureyri.

SA Víkingar með tvö töp gegn SR fyrir sunnan um helgina

SA Víkingar spiluðu tvíhöfða við SR í Laugardalnum um helgina og töpuðu báðum leikjum með sömu markatölu, 5:3.

Ice Hunt eru Gimli meistarar 2015

Ice hunt vinnur sitt annað mót á tímabilinu

SA og Björninn skiptu stigum í tveimur tvíhöfðum um helgina

SA Ynjur mættu Bjarnarstelpum í tvígang um helgina og töpuðu fyrri leiknum 1-2 en unnu góðann sigur í þeim seinni lokatölur 5-0. 2. Lið SA í 2. flokki spilaði einnig tvo leiki við Björninn og töpuðu fyrri leiknum 6-9 en unnu þann seinni 8-2.

4 leikir í Skautahöllinni þessa helgi

Í dag laugardaginn 14. feb. er leikur í 2. flokki karla, SA vs Björninn og hefst sá leikur kl. 16,30 og strax að honum loknum (milli hálf sjö og sjö) er leikur í Mfl. kvenna, Ynjur vs Björninn.

Flottur árangur hjá SA stelpunum á Norðurlandamótinu í Noregi!

Stelpurnar okkar hafa nú allar lokið keppni og stóðu þær sig gríðarlega vel í langa prógraminu í dag.

Emilía Rós í 10. sæti eftir stutta prógramið

Þá er fyrri keppnisdeginum lokið hjá stelpunum okkar á Norðurlandamótinu í Stavanger og stóðu þær sig allar mjög vel.

SA á þrjá keppendur á Norðurlandamótinu í Listhlaupi í Stavanger í Noregi

Landsliðsstelpurnar okkar í listhlaupi, þær Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir og Pálína Höskuldsdóttir taka þátt á Norðurlandamótinu í Listhlaupi um helgina fyrir Íslands hönd.

Leik Bjarnarins og Víkinga frestað til fimmtudags

Víkingar áttu að spila útileik gegn Birninum í dag en þar sem Öxnadalsheiðin er lokuð frestast sá leikur til næsta fummtudags kl. 20,00

Breyttir æfingatímar helgina 7. og 8. febrúar hjá listhlaupinu

Helgina 7. og 8. febrúar verða breyttir æfingatímar vegna æfingabúða hjá Hokkýinu.