Jólasýning Listhlaupadeildar SA

Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 18.des nk. kl: 17:30. Miðasala verður á staðnum.

6 stiga helgi í tvíhöfðahelgi

SA vann Fjölni í seinni leik tvíhöfða helgarinnar í Hertz-deild kvenna 4-1 en liðið vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna á laugardag. SA átti 24 skot á mark gegn 33 skotum Fjölnis en Shawlee Gaudreault var með 97% markvörslu í leiknum. SA stúlkur eru ósigraðar á tímabilinu og eru með 12 stig eftir 4 leiki en Fjölnir er í efsta sæti Hertz-deildarinnar með 18 stig og 9 leiki spilaða.

SA Víkingar á toppnum inn í jólafrí

SA Víkingar kláruðu árið með stæl og unnu sannfærandi 10-4 sigur á Fjölni í síðasta leik fyrir jólafrí. SA Víkingar áttu 44 markskot í leiknum gegn 19 skotum Fjölnis. SA Víkingar hafa unnið 9 leiki af 10 á tímabilinu og eru efstir í Hertz-deild karla með 27 stig.

Leikdagur

Það verður algjör hokkíveisla í Skautahöllinni okkar í kvöld 🏒 SA stúlkur hefja leik og spilar opnunarleikinn sinn á heimavelli í Hertz-deild kvenna gegn toppliði Fjölnis kl. 16:45 og strákarnir spila svo gegn Fjölni í Hertz-deild karla kl 19:30. 👌 Forsala miða er hafin í Stubb - 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Samlokur og drykkir í sjoppunni 😋

Opnunarleikir SA kvenna á heimavelli um helgina

Kvennalið SA spilar sína fyrstu leiki á tímabilinu á heimavelli um helgina þegar liðið fær Fjölni í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri og spila tvíhöfða á laugardag og sunnudag. SA hefur aðeins leikið tvo leiki á tímabilinu til þessa en hefur unnið báða leikina og spilað vel en SA bætti við sig þremur nýjum leikmönnum fyrir tímabilið og breiddin í liðinu er mikil. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 19 stig en liðið hefur spilað 7 leiki og aðeins tapað einum. Fyrri leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag og sá síðari kl. 11 á sunnudag. Miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!

Ert þú ekki örugglega félagsmaður í Skautafélagi Akureyrar?

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn.

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans

Í gær var alþjóðlegur dagur sjálboðaliðins og af því tilefni hefur Mennta- og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki hvar vakin er athygli á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir því viðeigandi nafni - Alveg sjálfsagt!

SA með gull- og silfurverðlaun á Íslandsmótinu í listskautum

Skautafélag Akureyrar fékk ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á Íslandsmótinu í listskautum sem fram fór í Egilshöll 19. og 20. nóvember. Sædís Heba Guðmundsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Advanced Novice með 66.64 stig en hún fékk 21.63 stig í stutta og 45.01 stig í frjálsa. Í Junior flokki náði Freydís Jóna Bergsveinsdóttir silfurverðlaunum á sínu fyrsta tímabili í flokknum með sínum besta árangri til þessa þar sem hún fékk 96.98 stig en hún fékk 35.06 stig í stutta og 61.92 stig í frjálsa.

Heimasigur SA Víkinga á Fjölni um helgina

SA Víkingar unnu 4-0 sigur á Fjölni í leik helgarinnar í Hertz-deild karla og léku glimrandi vel á löngum köflum. Það tók 34 mínútur fyrir Víkinga að brjóta á aftur sterkan varnarmúr Fjölnis en eftir það brustu varnir og mörkin komu á færibandi þar sem Unnar Rúnarsson skoraði 2 mörk, Andri Már Mikaelsson og Heiðar Jóhannsson sitthvort markið. SA Víkingar skutu 48 skotum á mark á móti 20 skotum Fjölnis og Jakob Jóhannsson hélt markinu hreinu hjá Víkingum. SA Víkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar enn frekar og mæta næst Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardalnum 2. desember.

SA Víkingar með heimaleik á laugardag

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deild karla á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru eftstir í deildinni með 15 stig og Fjölnir er í þriðja sæti deildarinnar með 4 stig. Leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.