Tímatafla æfingabúða
Hér í neðst í valmyndinni til vinstri er tímatafla æfingabúða. Allir þátttakendur fá síðan tímatöfluna afhenta útprentaða 24. júlí þegar þeir mæta fyrsta daginn á ísinn.
Fystu 3 dagana, 24., 25. og 26. júlí verða stuttir dagar (sjá tímatöflu fyrir þessa 3 fyrstu daga í frétt hér fyrir neðan) og ekki nauðsynlegt að koma með nesti. Frá 27. júlí - 5. ágúst meðan börnin frá Nottingham verða í heimsókn hjá okkur verður boðið upp á léttan hádegisverð (súpu, jógúrt, skyr og brauð) að kostnaðarlausu en að sjálfsögðu er öllum frjálst að koma með nesti ef þeir kjósa það frekar. Frá 7. ágúst til 17. ágúst verður ekki boðið upp á hádegisverð og börn beðin um að koma með hollt og næringarríkt nesti.
Allir verða að muna að mæta a.m.k. 30 mínútum áður en æfingabúðirnar byrja hvern dag.
Munið að mæta ALLTAF í viðeigandi íþróttaklæðnaði á allar æfingar, með bæði föt til að vera á ís og af-ís, góða íþróttaskó, sippuband og vatnsbrúsa.
Mikilvægt er að fara alltaf eftir fyrirmælum þess sem þjálfar, bæði á ís og afís og vera kurteis og sýna íþróttamannslega framkomu í einu og öllu.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Helgu Margréti í e-mail helgamargretclarke@gmail.com