Flokkaskiptingar

Hér er listi yfir flokkaskiptingu sem tekur gildi föstudaginn 31. ágúst. Þessi listi er birtur með fyrirvara um breytingar þar sem einhverjar tilfæringar geta orðið fyrstu 1-2 vikurnar. Þeir iðkendur sem æfðu í fyrra en hafa ekki enn skráð sig og hyggjast æfa hjá deildinni í vetur geta skráð sig hér í valmyndinni til vinstri. Þeir sem ekki eru skráðir eru ekki á listanum yfir flokkaskiptingu en um leið og þeir hafa skráð sig verður haft samband við þá iðkendur og þeim greint frá æfingaflokk.

Hafið samband við Helgu í síma 6996740 eða í emaili helgamargretclarke@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna varðandi listann eða ef einhvern vantar sem þegar er skráður.

Nýja tímataflan

Nú er nýja tímataflan komin í valmyndina hér til vinstri. Hún tekur gildi föstudaginn 31. ágúst. Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Helgu Margréti í síma 6996740 eða í e-maili helgamargretclarke@gmail.com.

Æfingar á miðvikudag

Miðvikudaginn 29. ágúst verða æfingar sem hér segir: 3. hópur milli 15:15 og 16:00, 4. hópur milli 16:00 og 16:45, 5. hópur milli 17:00 og 18 og M hópur milli 18 og 19. Flokkaskiptingar og ný tímatafla verða birt á morgun og hefst kennsla skv. því föstudaginn 31. ágúst. Fylgist vel með síðunni!

Í sambandi við skráningar

Þeir iðkendur sem þegar eru búnir að skrá sig inn í deildina þurfa ekki að mæta í dag eins og rætt var um í síðustu viku. Tímatöflugerð er enn í vinnslu og af þeim orsökum verða æfingar enn eftir gömlu flokkaskiptingunni og skv. æfingatíma sem birtist hér á síðunni.

Æfingar á mánudag

Mánudaginn 27. ágúst verða æfingar sem hér segir: 3. hópur milli 15 og 16, 4. hópur milli 16 og 17, 5. hópur milli 17 og 18 og M hópur milli 18 og 19.

Æfingar á föstudag og sunnudag!

Föstudaginn 24. ágúst verða æfingar sem hér segir: kl. 16-16:45 = 3. hópur, kl. 16:45-17:30 = 4. hópur, kl. 17:30-18:15 = 5. hópur, kl. 18:15-19 = M hópur.

Á sunnudaginn 26. ágúst verða æfingar sem hér segir: 17-18 = 4. hópur, 18-19 = 5. hópur, 19-20 = M hópur.

Á sunnudaginn verður skráning allra iðkenda milli 15 og 17 í skautahöllinni. Mikilvægt er að allir iðkendur mæti til að taka við nýrri tímatöflu vetrarins og ræða við þjálfara um æfingaflokk.

Æfingatími

Æfingar eru hafnar hjá karlaflokki, kvennaflokki, og OLD-BOYS.

IIHF mót

Hér er hægt að sjá hvar landslið ísland mun keppa á næsta ári.

Kjólasala

Á sunnudaginn á meðan á innskánin fer fram geta þeir sem eiga kjóla og vilja selja þá komið með þá og sýnt þá. Ef þeir verða skildir eftir á meðan skráning stendur yfir þarf að merkja þá, hver sé eigandinn, verð og símanúmer. Þið sjáið sjálf um söluna.

Bikarmót-viðauki.

Leikreglur

http://ihi.is/?webID=1&i=2&a=read_artical&id=1587