Sigur í 2. flokki

Í kvöld spiluðu 2. flokks strákarnir okkar gegn Birninum hérna í Skautahöllinni á Akureyri.

Jafnræði á Icelandair cup

Kvennalið SA spilaði tvo leiki í dag á icelandair cup í Egilshöll.  Sigurvissar fóru í þeir í fyrri leikinn og ætlu sér að rúlla honum upp á nýju markameti.  Andstæðingarnir voru danskir og voru ekki á því að gefa neitt og leiknum lauk með 1 – 1 jafntefli.  Okkar stelpur voru í sókn meira eða minna allan tímann, allt kom fyrir ekki.  Eina mark liðsins skoraði Sólveig Smáradóttir.

Í kvöld mættust svo SA og Björninn í æsispennandi leik sem einnig lauk með jafntefli, 3 – 3.  Mörk SA skoruðu Anna Sonja, Steinunn og Jóhanna Sigurbjörg.

Til iðkenda 3. hóps!

Á miðvikudaginn sl. fengu iðkendur 3. hóps bréf heim til foreldra/forráðamanna. Þar komu fram ýmsar upplýsingar í sambandi við Sparisjóðsmótið á laugardaginn 28. október. Í bréfinu var farið yfir hverjir væru að keppa og hverjir væru að sýna. Þeir sem keppa á mótinu úr 3. hópi eru: Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðbjörg Þóra, Freydís Björk, Sólbjörg Jóna og Halldóra Hlíf. Allir hinir munu sýna listir sínar í fyrra hléi. Þar munu krakkarnir sýna hvað þeir hafa lært það sem af er þessum vetri. Þau eiga að koma í snyrtilegum klæðnaði (má koma í skautakjól). Allir sem munu sýna eiga að mæta kl. 9 í höllina og geta horft á þar til tilkynnt verður að þau eigi að fara niðrí klefa að klæða sig í skautana. Svo bíða börnin í klefanum og þjálfari kemur og nær í þau. Þær sem eru að keppa eiga að mæta kl 8. Þar hitta þær þjálfara sem lætur þær fá allar upplýsingar og hjálpar þeim að hita upp. Einhverjir voru ekki mættir og eru foreldrar/forráðamenn þeirra beðnir um að hringja í Helgu (6996740) ef eitthvað er óljóst!

Mót og viðburðir listhl.deildar S.A.

                                            
Sparisjóðsmót 

28.okt 2006

Keppendur eru M. U. 5. 4. 3hópur eldri iðkendir
                                              
Jólamót S.A. Nánar augl síðar
Jólasýning 17. desember
 Allir iðkendur SA taka þátt.  
Akureyrarmót 31.mars 2007
 Innanfélagsmót
Byrjendamót SA  Nánar auglýst síðar
Öll félög geta tekið þátt
                              
Vorsýning                                                       19. apríl  2007
Allir iðkendur SA taka þátt   

SR - SA; 5 - 2

Meira um leikinn á laugardaginn.

Styrktarmót Sparisjóðs Norðlendinga

 

Sparisjóðsmót 2006

 

 

Næstkomandi laugardag þann 28. október frá kl: 9:00 – 13:00 verður styrktarmót Sparisjóðs Norðlendinga haldið. Allir keppendur eru beðnir að mæta kl: 8:00.

 

Foreldrafélagið mun verða með söluborð og veitingasölu á meðan á keppni stendur.

 

 

Kveðja Stjórnin

 

SR hafði sigur í báðum leikjunum

Í gærkvöldi spiluðu bæði mfl. og 3.fl. SR gegn SA í Laugardalnum og mfl. SA tapaði 5 - 2 í leik þar sem SA lenti í mikið refsiboxi í 1.leikhluta og lentu undir 4 - 1 en 2. og 3.hluti voru jafnari 0 - 1 og 1 - 0.         3.fl. SA tapaði heldur stærra eða 10 - 3

Afísæfingar

HÉR MÁ SJÁ Á HVAÐA TÍMUM AFÍSÆFINGAR VERÐA Í VETUR:

#   3. hópur:  Sunnudögum kl.  9-10.

#   4.5.U og M hópar:  Miðvikudagar kl. 17-18 og Sunnudagar kl. 10-11.


OPINN TÍMI FYRIR 3. HÓP:

Á miðvikudögum fá iðkendur í 3. hóp hluta af svellinu á móti 1. hóp frá klukkan 16-17.
Þar fá þau tækifæri til að æfa það sem þau vilja og  þurfa að leggja áherslu á.

Leikir um helgina SR - SA í Meistara og 3.flokki í Laugardalnum

Mæting við Skautahöllina kl.10,15 Brottför kl.10,45. Þriðjiflokkur muna: hálshlífar, upphitunargalli og skór, og nesti í eina máltíð. Nánar undir LESA MEIRA hér neðanvið.  Áfram SA, Áfram SA................

Foreldrafundur v/Haustmóts 3-5. nóv.

Foreldrafundur verður haldin í skautahölinni sunnudaginn 22. okt. kl: 20:00. Við munum ræða ferðatilhögun, gistingu o.fl. Mjög áríðandi er að allir þeir foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem eru að fara á þetta mót mæti.

Kveðja stjórnin