Sannfærandi sigur hjá stelpunum

Í gærkvöldi mættust kvennalið SA og Bjarnarins í Skautahöllinni á Akureyri og lauk leiknum með frekar áreynslulitlum sigri SA gegn vængbrotnu liði Bjarnarins - lokatölur 7 – 2.  SA mætti með allt sitt sterkasta lið en Bjarnarstelpur voru aðeins með sjö útileikmenn auk þess sem lykilleikmenn vantaði hjá þeim, en það er skarð fyrir skyldi þegar t.a.m. vantar Öggu í liðið.

En SA liðið spilaði leikinn vel, stelpurnar létu pökkinn ganga, héldu stöðunum sínum og leystu verkefnið á viðeigandi hátt og spiluðu á þremur línum allan tímann.

Mörk og stoðsendingar
SA:  Sarah Smiley 2/2, Sólveig Smáradóttir 1/2, Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0, Jónína Guðbjartsdóttir 1/1, Hrund Thorlacius 0/2, Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0, Sigrún Sigmundsdóttir 0/1,  Vigdís Aradóttir 0/1

Björninn:  Hanna Heimisdóttir 2/0, Sigríður Finnbogadóttir 0/1

SA - Björninn; 8 - 5

Í gærkvöldi vann Skautafélag Akureyrar frækinn sigur á Birninum í mfl karla.

Mfl. SA vann 8 -5

SA víkingarnir unnu góðan sigur á Birninum í annars jöfnum og spennandi leik í kvöld.

Röng tímasetning í dagskránni

Auglýstur tími í Dagskránni á mfl. leiknum á morgun er ekki réttur. Hið rétta er að upphitun byrjar kl.17,00 og leikurinn um kl.17,30 og svo kvennaleikurinn kl.20,30 eða strax á eftir karlaleiknum.  ÁFRAM SA ...................

Æfingar

Helgina 3-5 nóvember falla niður æfingar hjá listhlaupadeild. Nema á sunnudaginn frá 17:00-19:00 eru æfingar hjá 4. 5. og U hóp.

Meðferðis á Haustmót 3.-5. nóvember 2006

Mæting viðskautahöllina á <föstudaginn kl: 13:15. Farið verður 13:45.

Hafa meðferðis;

Svefnpoka/rúmföt

Sundföt

Handklæði

Aukaföt

Skauta

Skautakjól

Snyrtidót (muna eftir dóti í hárið)

Vasapening að hámarki 1000.

Góða skapinu:)

Sjáumst allar hressar og kátar

Kveðja Stjórnin

Ferðir á vegum listhlaupadeildar vetur 2006-2007

Ákveðið hefur verið að hafa rútu og sameiginlega gistingu á öllum mótum vetrarins 2006-2007. Æskilegt er að allir keppendur fari saman í þessar hópferðir nema við sérstakar aðstæður sem ræddar verða sérstaklega. Deildin kemur til með að senda út tilkynningu til þeirra keppenda sem fara í hvert skipti fyrir sig u.þ.b. þrem vikum fyrir áætlað mót.

Kveðja Stjórnin.

Fréttabréf foreldrafélagsins vegna Brynjumóts

Hér er oðrsending til foreldra barna  5., 6., og 7. Flokks og einnig byrjenda.................................

Allir að mæta!

Allir eru hvattir til þess að mæta á leikinn á laugardag og styðja SA víkinganna til sigurs.  Félagsmenn eru hvattir til þess að draga fjölskyldur, vini, bekkjarfélaga, vinnufélaga og bara alla kunningja með á leikinn.  Mætum rauðklædd og reynum að lita stúkuna rauða!

Skiptimarkaður

Skiptimarkaður,,,,,,Nú er komið að því, við ætlum að vera með skiptimarkað