SA vann SR 7-3 í morgun

SAdrengir gerðu sér lítið fyrir og unnu þriðja leikinn í röð gegn Íslandsmeisturunum í Hilmarshúsi í morgun.   Góóóóóð Þrenna, til hamingju SAmenn.......

Skerping á Listhlaupaskautum

Fyrirhugað er að fá sérfræðing í skerpingum á Listhlaupaskautum hingað til SA ef nægileg þátttaka fæst.

 

Þeir foreldrar/forráðamenn sem vilja nýta þetta einstaka tækifæri þurfa að kvitta á miðann sem iðkendur fengu afhentann á æfingu og skila honum inn til þjálfara listhlaupadeildar í síðasta lagi á miðvikudaginn 22. nóvember.

 

Skerpingin kostar kr. 1000.-

Þjálfarar deildarinnar mæla eindregið með skerpingunni og við hvetjum alla til að notfæra sér þetta tækifæri.

Kveðja Stjórnin

SR - SA í mfl. 3 - 6

SA vann fyrri viðureign meistarflokks sem fram fór í Hilmarshúsi fyrr í kvöld 3 - 6, meira þegar nánari fréttir berast. Góóóðir SA.....

Brottfaratímar á morgun

Um helgina spilar mfl. 2 leiki og 3.fl. 1 við SRinga á þeirra heimavelli. Mæting hjá Mfl. er kl. 10:00 við Skautahöllina og brottför kl. 10:30.  Mæting hjá 3.fl. er kl. 12:30 0g brotför kl. 13:00. Það er engin æfing hjá Mfl. í kvöld og ekki heldur hjá 3. og 4.fl. í fyrramálið.     ÁFRAM  SA......

Brynjumót 2. og 3. des. 2006

Eins og alkunna er þá frestaðist Brynjumótið vegna veðurs og ófærðar en nú blásum við í lúðra enn á ný og SA hokkídeild býður til Brynjumóts (5.fl. og yngri) dagana 2. og 3. Desember 2006.

IÐKENDUR ATHUGIÐ

Nú er lokaátak í skráningamálum, ÞEIR SEM EKKI HAFA SKRÁÐ SIG OG GERT GREIN FYRIR ÆFINGAGJÖLDUM fyrir næsta þriðjudag ekki að taka þátt í æfingum eða keppnum þar til þeir hafa gengið frá sínum málum. Einfaldast er að skrá sig með tenglinum hér til vinstri "Skráning í félagið" og greiða í heimabanka eða hafa samband við Olly. Allar upplýsingar um æfingagjöldin má finna undir tenglinum "Æfingagjöld, uppl." í valmyndinni hér til vinstri.    Kv....Stjórnin

Kleinubakstur

Foreldrar og keppendur á Bikarmóti/haustmóti 2006

Eins og ákveðið var á fundi mánud. 13.nóv ætlum við að hafa kleinubakstur og sölu á sunnudaginn 19.nóv kl:8.00

sjáumst hress Kristín K

SA - SR; 4 - 2

Í gærkvöldi lék Skautafélag Akureyrar sinn fyrsta heimaleik gegn SR á tímabilinu og tefldi fram sínu sterkasta liði. 

Allar afísæfingar FALLA NIÐUR Í DAG

Iðkendur athugið að allar afísæfingar falla niður í dag.    Kveðja, Sarah Smiley.

Foreldrafundur v/Bikarmóts helgina 24.-26.nóv

                Bikarmót/Haustmót 24.-26. nóv. 2006

 

 

Foreldrar keppenda á mótinu eru boðaðir á stuttan fund í Skautahöllinni mánud. 13. nóveber kl: 20.00. Mjög áríðandi er að allir mæti þar sem við viljum gefa foreldrum tækifæri á að ræða fjáröflun fyrir ferðina. Einnig munum við hafa frekari uppl. um ferðina. Þeir sem alls ekki sjá sér fært að mæta eru beðnir um að hringja í Kristínu í síma 856-2427 eftir kl: 20.00 á kvöldin.

 

Kveðja stjórnin