S.A. vs Björninn

Í dag laugardag kl. 17 mun Björninn koma norður yfir heiðar og spila við S.A.. Búast má við hörkuleik og ætla S.A. menn sér ekkert annað en sigur enda ekki seinna vænna ef þeir ætla sér í úrslitin á þessu ári. Við hvetjum fólk til að mæta og styðja við bakið á sýnum mönnum, því góður stuðningur getur hjálpað og með sigri á Birninum getur Þorleifur á Vikudegi loksins skrifað eitthvað jákvætt ; ) ÁFRAM S.A.!!

Fyrsta mót vetrarins og skiptimarkaður

Fyrsta móti vetrarins, Sparisjóðsmótinu hefur verið frestað til laugardagsins 12. nóvember!  Allir iðkendur frá 4. flokki til Meistaraflokks munu taka þátt á mótinu og fá iðkendur sent heim bréf bráðlega með nánari upplýsingum um mótið. 

Laugardaginn 29. október mun listhlaupadeildin standa fyrir skiptimarkaði á kjólum og skautum og eru allir hvattir til að nýta sér þetta tækifæri hvort heldur sem það sé til sölu eða kaupa á skautavörum.

4. og 5.fl. mæta 26. í fundarherbergið í Höllinni

Næsta miðvikudag þann 26. kl. 16.30 til 18.30 verða Jan og Denni með NHL spólu og nasl í fundarherberginu

Iðkendur og forráðamenn

Munið að ganga frá greiðslu æfingagjaldanna fyrir 1. nóvember svo gjöldin hækki ekki.

Úrslit kvöldsins

Jæja þá eru SA menn komnir á :O) beinu brautina (O: eftir nokkuð sannfærandi sigur á narfamönnum í leik kvöldsins með 5 mörk gegn 1.  Nú verður bara haldið áfram og Björninn tekinn eins á næsta laugardag og svo SR og svo og svo og svo og svo og svo.........................................................

Breittir æfingatímar næsta Þriðjudags

Á morgun þriðjudag er leikur í mfl. Narfi - SA kl.20.   Því breitast æfingatímar dagsins eins og hér segir:

7. og 6.fl. kl.16 venjulegur tími.     5. 0g 4.fl. saman kl.17     3.fl. og kvennafl. kl.18      og svo kl.19.2o upphitun á ís

Úrslitatölur sunnudagsins frá Egilshöll

4. flokks mót í Egilshöllinni       SA-a - Björninn-a 0:6    Björninn-b - SR-b 3:6    SR-a - Björninn-a 3:1

Narfi vs S.A.

Á morgunn mun S.A. sækja Narfann heim kl 20:00. Búast má við skemmtilegum leik milli liðanna, en framlengja þurfti síðasta leik liðanna. Við vonum að S.A. áhangendur fjölmenni í "Narfahöllina" og styðji sína menn. ÁFRAM S.A.!!!!

4.Flokkur á heimleið.

Heimferð gengur að óskum og strákarnir verða við Skautahöll um kl. 16:30

Úrslitatölur laugardagsins frá Egilshöll

4. flokks mót í Egilshöllinni

Björninn-b - SR-b 1:9   Björninn-a - SR-a 2:1   SA-a - SR-a 5:10   Björninn-a - SA-a 7:1   SA-a - SR-a 2:3   SR-b - Björninn-b 3:1

og um kvöldið léku svo í 2.fl. Björninn  - SA og þar var lokastaðan 5:3