Nýr tengill í valmyndinni

Hér til vinstri í valmyndinni er kominn nýr hlekkur  "KvennaHornið" með upplýsingum og fróðleik um STELPURNAR OKKAR til gamans og yndisauka fyrir þá sem það vilja skoða.

Allir MUNA að SKRÁ SIG

Iðkendur munið að skrá ykkur þið sem eruð ekki búin að því. Tengill til skráningar hér neðst í valmyndinni vinstramegin.                    Skráningar-Kveðja     Hokkí-Stjórnin

Foreldrar/forráðamenn

Á morgun miðvikudaginn 5. október fá nokkrir iðkendur í 2. flokki bréf heim þar sem beðið er um samþykki forráðamanna fyrir því að þjálfarar listhlaupadeildarinnar útbúi fyrir þá dans sem iðkandinn keppi með á keppnistímabilinu 2005-2006.  Aðeins þeir sem voru orðnir 11 ára 1. júlí 2005 keppa með sitt eigið prógram en ekki skylduprógram eins og þeir sem yngri eru keppa með.  Ef einhverjar spurningar vakna þá má ná í Helgu Margréti í síma 6996740.

Úrslit dagsins

Úrslit dagsins urðu þannig að Narfinn tapaði fyrir Bjarnarmönnum 2 - 6 og SA tapaði fyrir SR 0 - 10  )O:

Stór Hokkí helgi framundan

Síðustu leikir 1. umferðar mfl.kk. verða spilaðir á laugardaginn næsta í Skautahöllinni á Akureyri.

Narfi / Björninn kl. 17   og svo   SA / SR kl. 20

Lesendur góðir fáið nú alla sem í kringum ykkur eru til að mæta og hvetja heimaliðin, þeim veitir sannanlega ekki af stuðningnum. Áfram SA

ps. SA leikurinn verður tekinn upp fyrir fréttir og íþróttaþátt sjónvarps, kanski kemst þitt andlit í sjónvarpið á sunnudeginum !!!!!!!!!!!!!

Foreldrar Athugið

Kæru foreldrar iðkenda í listhlaupadeild

Vinsamlegast athugið að neyðarnúmer sem gefinn eru upp við skráningu séu rétt og í notkun!!!!

Kveðja Stjórnin:)

Næstu leikir Íslandsmótsins

Mfl.kk.            27. sept 2005   Björninn - SR   kl. 19:30 - upphitun 18:50
2. fl.kk.            29. sept 2005   SR - Björninn   kl. 19:00 - upphitun 18:50 (?)
Mfl.kk.            01. okt 2005    Narfi-Björninn  kl. 17:00 - upphitun 16:20
Mfl.kk.            01. okt 2005    SA-SR              kl.  20:00 -
upphitun á rough ice að fyrri leik loknum

Bæði í gamni og alvöru

Í tilefni af því að undirritaður hefur verið skammaður í spjallinu hér á síðunni fyrir að hafa ekki notað fleiri og meiri orð til að lýsa leikjum liðsins hér í fréttahlutanum vil ég bara segja að þó mér sé margt til lista lagt þá er lýsing leikja ekki eitt af því og auglýsi því hér með eftir aðila til að senda mér umsögn um leiki félagsins á frettir@sasport.is og mun ég þá setja það hér inn.  Og í framhaldi af þessu ætla ég að benda ykkur lesendur góðir á að kíkja á spjallið, þar var ég að senda inn þetta svar við einum þræðinum.

Úrslit laugardagsins

Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir að undirritaður var ekki jafn snöggur og oft með úrslit leikja helgarinnar, og lái honum það hver sem vill.   En sem sagt kvennaliðið okkar tók mfl.kk. til fyrirmyndar og tapaði stórt fyrir eldhressu kvennaliði Bjarnarins sem eflaust hefur fagnað mjög þessum langþráða sigri, SA 5 - Björninn 13.

3fl. SA endurtók svo tapið SA 3 Björninn 12, en það þykja nú sennilega minni tíðindi en frammistaða meistaraflokkanna.

En í svona stöðu hangir maður náttúrulega í hálmstráum og vonar að nú sannist rækilega máltækið sem segir að fall sé faraheill...........og svo ÁFRAM SA allir flokkar

Leikir Dagsins

Mfl. kvk. SA : Björninn, í dag laugard 24. sept. kl 17:00

3. fl. SA: Björninn, strax á eftir

Litla Hokkíbúðin verður líka í Höllinni í dag milli 11 og 18