Kolbrún stóð sig vel með World Selects í Bolzano

Íshokkístelpan Kolbrún Garðarsdóttir tók þátt í World Selects Invitational U15 sem fram fór í Bolzano á Ítalíu nú í vikunni. Kolbrún var valin í lið SHD þar sem stúlkurnar komu frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Mótið er haldið fyrir bestu leikmenn í heimi í U15 í dag og var mótið samsett af liðum frá bestu hokkísvæðunum í norður-Ameríku og bestu landsliðum heims ásamt úrvalsliðum eins og því sem Kolbrún var valin í. Liðið hennar Kolbrúnar SHD tapaði öllum leikjum sínum en Kolbrún var bæði stiga og markahæst í sínu liði á mótinu.

Ice Cup 2017 hefst á morgun

Ice Cup alþjóðlegt krullumót fer fram í Skautahöllinni á Akureyri dagana 4 – 6 maí. Setning mótsins fer fram í kvöld kl 20.30 í Laut, kaffihúsinu í Lystigarðinum. 50 erlendir keppendur í ellefu liðum hafa skráð sig til leiks ásamt sjö íslenskum liðum. Það er Krulludeild Skautafélags Akureyrar sem stendur fyrir mótinu og er þetta í þrettánda sinn sem mótið er haldið. Alls eru 18 lið með um áttatíu manns skráð til keppni. Mótið hefst um klukkan 17. á fimmtudagskvöldið og því lýkur á laugardag með úrslitaleikjum sem hefjast milli kl. 14 og 15. Mikla undirbúningsvinnu þarf til að búa til alvöru krullusvell og hófst sú vinna á sunnudagskvöld og stendur alveg fram að mótssetningu á fimmtudaginn.

SA í öðru sæti á Iceland Cup

Þriðji flokkur næsta tímabils leikmanna sem eru fæddir á árunum 2002-2003 tóku þátt í Alþjóðlegu íshokkímóti í Egilshöll um helgina. Tvö finnsk lið og eitt sænskt lið tóku þátt í mótinu ásamt íslensku félagsliðnum þremur. SA vann fjóra leiki af fimm en liðið tapaði gegn sænska liðinu sem sigraði mótið. Unnar Hafberg var hættulegur varnarmönnum hinna liðanna að vanda og var valin besti leikmaður SA liðsins í mótinu. Hákon Marteinn Magnússon var stigahæstur í SA liðinu með 12 stig (7 mörk og 5 stoðsendingar) og Ævar Arngrímsson var einnig öflugur með 9 stig (7 mörk og 2 stoðsendingar).

Íslandsmótið í krullu 2017

Úrslitin í Íslandsmótinu í krullu ráðast á mánudagskvöldið 24. apríl kl. 19:00.

Íslandsmótið í krullu 2017

Úrslitakeppnin hefst á Annan í páskum kl 18:30.

Íslandsmótið í krullu 2017

Forkeppni lokið og úrslit liggja fyrir.

Tímataflan fyrir páskafríið komin á heimasíðuna

Ný tímatafla tekur gildi á mánudag fyrir daganna 10.-17. apríl en þá verður opið fyrir almenning alla daga frá 13-16. Tímatöfluna má finna í valmyndinni vinstra megin undir Páska tímatafla. Breytingar verða því á æfingatímum bæði hjá Hokkídeild og Listhlaupadeild en báðar deildir verða með æfingar alla morgna.

Íslandsmótið í krullu 2017

Fimmta umferðin leikin í kvöld. Víkingar og Garpar jöfn í efstu sætunum.

Íslandsmótið í krullu 2017

Fimmta umferð leikin í kvöld, Víkingar geta tryggt efsta sætið með sigri.

Íslenska karlalandsliðið í Íshokkí hefur keppni á HM í Rúmeníu á morgun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Galati í Rúmeníu á morgun. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu í fyrra en Spánn í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 13.30 á íslenskum tíma en útsendinguna frá verður vonandi hægt að finna hér þegar leikurinn hefst.