Ynjur - Ásynjur í kvöld kl 19.30

Ynjur mæta Ásynjum í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri í toppslag Hertz-deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Ynjur eiga þó leik til góða. Ynjur hafa farið með sigur af hólmi í síðustu tveimur viðureignum liðanna svo Ásynjur munu eflaust mæta dýrvitlausar til leiks í kvöld. Fjölmennum í stúkuna og hvetjum okkar lið til sigurs. Frítt inn á leikinn.

Íslandsmót ÍSS í listhlaupi í Skautahöllinni um helgina

Íslandsmót ÍSS í listhlaupi verður haldið nú um helgina hjá okkur í Skautahöllinni á Akureyri. Vegna slæmrar færðar milli landshluta hefur mótinu verið ýtt aftur svo það byrjar kl 15 á laugardag með opnum æfingum en keppnin sjálf hefst svo kl 17.00 og stendur yfir fram á kvöld. Mótið heldur svo áfram á sunnudag en keppnislok eru áætluð um kl 14 á sunnudag. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins í heild sinni. Endilega mætið í stúkuna og sjáið færustu skautara landsins sýna listir sínar.

SA Víkingar héldu hreinu gegn Birninum

SA Víkingar tóku á móti Birninum í gærkvöld á heimavelli og áttu skínandi leik sem endaði með 6-0 sigri Víkinga. Svíinn Timothy noting byrjaði sinn fyrsta leik í marki Víkinga og hélt marki sínu hreinu og átti fjölmargar stórbrotnar markvörslur. Með sigrinum bættu SA Víkingar við forystu sína á toppi deildarinnar og eru nú með 4 stiga forskot á Esju sem er í öðru sætinu og 11 stig á Björninn sem er í því þriðja.

SA Víkingar taka á móti Birninum annað kvöld kl 19.30

SA Víkingar taka á móti Birninum annað kvöld, þriðjudaginn 14. nóvember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru á toppi deildarinn með 24 stig en Björninn er í þriðja sæti með 16 stig. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs.

4.flokksmót Akureyri, íslandsmót.

Á laugardag og sunnudag verður haldið 4.fl. mót í Skautahöllinni á Akureyri og eigum við von á stórskemmtilegu móti þar sem allir eru velkomnir til að fylgjast með börnunum sínum. til að sjá dagskrána smelltu þá á >

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir stendur þriðja á móti í Austurríki að loknu stutta prógramminu

Ísold Fönn heldur áfram að standa sig vel. Hún stendur þriðja á móti í Austurríki að loknu stutta prógramminu.

8 Stúlkur frá LSA á leið til Ríga í Lettlandi þar sem þær taka þátt í Volvo Cup 2017

Átta stúlkur frá LSA eru á leið til Riga í Lettlandi þar sem þær taka þátt í Volvo Cup 2017. Fimm af stúlkunum eru á leið í Landsliðsferð, en þrjár taka þatt í interclub hluta mótsins.

Ásynjur áttu aldrei möguleika gegn fantagóðum Ynjum

Í gærkvöld, þriðjudagskvöld, fór fram þriðji innbyrðis leikur kvennaliða SA. Áður hafði hvort lið unnið einn sigur og voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar þannig að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi ekki bara taka forystuna í einvígi liðanna heldur einnig í deildinni. Ynjur fóru með sigur af hólmi og varð leikurinn í raun aldrei eins spennandi og leikir þessara liða eru þó yfirleitt. Ásynjur byrjuðu þó af krafti en tókst ekki að skora. Það gerði hins vegar Berglind Rós Leifsdóttir og kom Ynjum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrstu lotu.

Ásynjur mæta Ynjum í toppslagnum í kvöld

Ásynjur Skautafélags Akurerar mæta Ynjum Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar bæði með 12 stig og hafa unnið sitthvorn leikinn í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega spennandi og skemmtilegir í gegnum tíðina svo við hvetjum fólk til þess að mæta á þennan leik.

Ynjur með yfirburði gegn Reykjavík

Ynjur lögðu land undir fót í gær þegar þær sóttu heim sameinað lið SR og Bjarnarins í Laugardalnum. Þær höfðu töglin og hagldirnar allan leikinn og komu heim með þrjú stig eftir 12-2 sigur.