04.03.2015
SA Víkingar báru sigurorð af Esju í gærkvöld, lokatölur 3-2. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur Víkingum en með sigri gátu þeir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem þeir og gerðu.
04.03.2015
Úrslit í 1. umferð undankeppni Íslandsmótsins
02.03.2015
Stelpurnar okkar í LSA gerðu góða ferð í Egilshöll um helgina og komu þær heim með 9 verðlaun og gestakeppandinn á mótinu hún Ivana okkar Reitmayerova með ein.
28.02.2015
Íslandsmótið 2015 - Undankeppni hefst á mánudag 2. mars
27.02.2015
Stóra barnamótið í íshokkí fer fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Þar munu iðkenndur í 5. 6. og 7. flokki frá öllum félögum landsins taka þátt.
26.02.2015
SA Ásynjur sigruðu Björninn í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Íslandsmóti kvenna sem fram fór í Egilshöll í kvöld og tryggðu sé þar með Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 4-1 en þetta var um leið 14. Íslandsmeistaratitill SA í kvennaflokki.
26.02.2015
Um helgina fer fram Vetrarmót ÍSS í Egilshöllinni. SA stúlkur ætla að fjölmenna á mótið. Alls voru 20 stelpur skráðar til leiks, en aðeins hefur slæðst úr hópnum á endasprettinum vegna meiðsla. Við óskum þeim Katrínu Sól, Pálínu Höskulds Mörtu Maríu Jóhanns og Bríeti Jóhanns. góðs bata og hlökkum til að sjá þær á ísnum aftur sem allra fyrst.
Keppendunum okkar óskum við góðs gengis og munum setja inn fréttir af gengi á mótinu að mótinu loknu.
Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu skautasambandsins.