Á svellið stelpur!

Mánudagana 6. og 13. janúar ætlar Krulludeild Skautafélags Akureyrar að standa fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Breytt gjaldskrá og ýmis tilboð

Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum

Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2014.

Strumparnir sigruðu

Hið árlega Áramótamót Krulludelidar fór fram í gærkvöldi. Strumparnir urðu hlutskarpastir eftir jafnt mót og skotkeppni sem þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Fámennt lið Jötna tapaði í Laugardalnum

Jötnar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu nokkuð örugglega.

Áramótamót Krulludeildar

Laugardagskvöldið 28. desember fer fram hið árlega Áramótamót Krulludeildar. Mæting fyrir kl. 18.00, reiknum með að keppni hefjist á bilinu 18.30-19.00. Betra að skrá fyrirfram, en tekið við skráningum til kl. 18 á laugardaginn.

Björninn fékk mark í skóinn

Lið Bjarnarins náði SA að stigum í deildarkeppni kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Björninn skoraði sigurmarkið á lokasekúndu annars leikhluta, einum leikmanni færri.

Jólaskemmtun Jötna: Sextán mörk, framlenging og vító

Jötnar höfðu betur í vítakeppni eftir sextán marka leik og markalausa framlengingu gegn Húnum í gær.

Emilía Rós er skautakona ársins hjá Listhlaupadeild

Emilía Rós Ómarsdóttir er skautakona LSA árið 2013. Emiliía Rós hefur staðið sig mjög vel á líðandi ári og er vel að útnefningunni komin.

Hver að verða síðastur .

Skautatöskurnar og buxurnar renna út en enn á ég til nokkrar töskur og fáar buxur svo að það er betra að vera snöggur ef þið ætlið að setja þetta í jólapakkann. Fyrstur kemur fyrstur fær. Allý- allyhalla59@gmail.com - 8955804