Breytt verð frá PAPCO

Breytt verð

Breytingar á æfingum 20., 22., 23., 25. og 26. febrúar

Með samkomulagi milli Íshokkídeildar og Listhlaupadeildar verða nokkrar breytingar og tilfærslur á tímum fimmtudaginn 20., þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. febrúar. Einnig falla niður allar æfingar á laugardag og fyrri hluta sunnudags, bæði í listhlaupi og íshokkí, vegna Barnamóts SA í íshokkí.

Seinir í gang, en sigurinn öruggur

Víkingar fóru hægt af stað í leik sínum gegn Birninum sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, en þegar mulningsvélin vaknaði var Björninn unninn. Víkingar náðu tveggja stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar.

Lokaspretturinn hafinn, Víkingar-Björninn í kvöld

Í kvöld verður tekið fyrsta skrefið í lokasprettinum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí þegar Björninn kemur norður og mætir Víkingum. Einu stigi munar á liðunum.

Öruggur sigur SA á SR

Þrjú stig skilja að SA og Björninn í deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna. Markatalan er Birninum í hag jafnvel þótt SA tækist að jafna stigatöluna með sigri í lokaleik liðsins í deildinni.

Tap og sigur hjá Jötnum

Eftir naumt tap gegn Húnum í Egilshöllinni í gærkvöldi náðu Jötnar að sigra Fálka í kvöld með sex marka mun.

Tvisvar vítakeppni hjá 3. flokki

Um liðna helgi mætti leið 3. flokks Reykjavíkurliðunum á Íslandsmótinu í íshokkí. Liðið er í 2. sæti Íslandsmótsins.

Íslandsmótið í krullu: Garpar og Ice Hunt áfram

Garpar og Ice Hunt hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu í krullu og eru örugg inn í úrslitakeppni fjögurra efstu.

Teflt á tæpasta vað, tap gegn Birninum

SA tapaði með eins marks mun gegn Birninum í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí um helgina. Þrenna frá Silvíu Rán dugði ekki til. Björninn er kominn með sex stiga forystu, en SA á leik til góða.

Íslandsmótið í krullu, 3. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 10. febrúar, fer fram 3. umferð Íslandsmótsins í krullu.